01.04.2011
Héraðsskjalaverðir hafa á undanförnum misserum rætt um langtímavarðveislu rafrænna gagna sveitarfélaga; nauðsyn, möguleika,
kostnað og tæknilegar forsendur.
21.03.2011
Rúmt ár er liðið síðan Félag héraðsskjalavarða hratt af stað átaki, í samstarfi við Biskupsstofu, um söfnun skjala
sóknarnefnda. Einhver staðar segir að lengi megi eiga von á einum og víst má segja það í þessu tilviki því
miðvikudaginn 16. mars barst okkur nokkuð af skjölum sóknarnefnda í Möðruvallaklaustursprestakalli.
02.03.2011
Starfsfólk Héraðsskjalasafns og Amtsbókasafns hafa nú tvo undanfarna miðvikudaga sótt námskeið um þjónustu. Námskeiðin
eru hluti af innleiðingu á þjónustustefnu Akureyrarbæjar. Í fyrra skiptið flutti Örn Árnason
09.02.2011
Jafnt og þétt er unnið að skráningu og frágangi en skrárnar eru settar inn á heimasíðuna okkar þegar þær eru
tilbúnar. Nýlegar viðbætur eru t.d. frá Félagi norðlenskra steinasafnara (F-315) og frá Markúsi Meckl lektor við
Háskólann á Akureyri (G-241). Markús afhenti í janúar 2009 ljósrit af gögnum úr skjalasöfnum austur-þýsku
öryggislögreglunnar er varða Ísland og Íslendinga og stundum hafa verið kölluðu Stasi-skjölin. Skjölin eru ekki persónugreinanleg og
varða land og þjóð almennt.
03.01.2011
Þann 30. desember sl. voru auglýstar í Stjórnartíðindum nýjar reglur Þjóðskjalasafns Íslands um frágang,
skráningu og afhendingu pappírsskjala afhendingarskyldra aðila og tóku þær gildi þann 1. janúar 2011.
Reglurnar gilda m.a. um sveitarfélög, stofnanir þeirra og nefndir, svo og alla aðra sem skilaskyldir eru til héraðsskjalasafna og
Þjóðskjalasafns.
01.12.2010
Til þess að gera anddyrið jólalegt hefur verið sett upp sýning á jólakortum í einkaeign frá ca 1943 – 1997 og sýningu á jólaskrauti frá síðustu
öld.
11.11.2010
Opinber skjalasöfn á Norðurlöndum sameinuðust árið 2001 um árlegan kynningardag, annan laugardag í nóvember.
Í ár er þema skjaladagsins „Veður og loftslag“ sem er sameiginlegt norrænt þema.
Héraðsskjalasafnið á Akureyri tekur þátt í deginum með því að senda efni á sameiginlegan vef skjalasafnanna http://skjaladagur.is og fyrir valinu urðu fjögur efni.
13.10.2010
Í tilefni af 35 ára afmæli kvennafrídagsins 24. október eru sett aftur upp sýningarspjöld sem gerð voru fyrir 5 árum í tilefni af 30
ára afmælinu.
14.09.2010
Starfsmenn Þjóðskjalasafns voru á ferð norðan heiða í síðustu viku, þ.e. þriðjudaginn 7. sept.
Þessi heimsókn var sú fyrsta af mörgum slíkum, því að stefnt er á að heimsækja öll héraðsskjalasöfnin á
næstu mánuðum.Héraðsskjalasafnið á Akureyri var fyrst heimsótt og farið yfir stöðu mála hjá
safninu.
10.06.2010
Í tilefni af 60 ára afmæli Pálmholts hefur verið sett upp sýning í anddyri Amtsbókasafns og Héraðsskjalasafns þar sem má
skoða sögu barnaheimilisins og leikskólans í máli og myndum.