Fréttir

Jólakort milli skálda

Í síðustu frétt ársins verða birt 3 jólakort í eigu Héraðsskjalasafnsins á Akureyri og er þar um að ræða jólakort skáldanna Heiðreks Guðmundssonar, Kristjáns frá Djúpalæk og Rósbergs G. Snædal. Þeir hafa haft fyrir sið að yrkja vísu til að setja með í jólakveðjurnar til skáldbræðra sinna. Hér er einungis um sýnishorn að ræða en fleiri kort er hægt að fá að sjá á safninu.

Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli

Einar Kristjánsson var fæddur að Hermundarfelli í Þistilfirði 26. október árið 1911. Hann gekk í farskóla sveitarinnar og síðar í unglingaskóla í Lundi í Öxarfirði og einn vetur í Reykholti í Borgarfirði og annan á Hvanneyri. Einar kvæntist Guðrúnu Kristjánsdóttur frá Holti í Þistilfirði árið 1937. Þau bjuggu fyrst á Hermundarfelli en síðar reistu þau nýbýlið Hagaland og bjuggu þar frá 1942 til 1946 er þau fluttu til Akureyrar þar sem þau bjuggu upp frá því. Þeim varð fimm barna auðið. Einar var lengst af húsvörður við Barnaskóla Akureyrar, vinsæll og velmetinn af samstarfsfólki og nemendum.

Kristján frá Djúpalæk

Kristján var fæddur árið 1916 að Djúpalæk í Skeggjastaðahreppi.  Sem barn og unglingur sinnti hann hefðbundnum sveitastörfum. Veturinn 1936 – 1937 stundaði Kristján nám við Eiðaskóla í Eiðaþinghá, þá tvítugur að aldri. Haustið 1938 fór hann í Menntaskólann á Akureyri og var þar fram til vors að hann hætti skólagöngu. Á Eiðum hafði Kristján kynnst heimasætunni frá Staðartungu í Hörgárdal, Unni Friðbjarnardóttur, sem hann kvæntist og bjó með til dauðadags.

Kristín Sigfúsdóttir skáldkona frá Kálfagerði

Kristín Sigfúsdóttir var fædd á Helgastöðum í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði 13. júlí 1876. Kristín var vel gefin og bókhneigð og las allt sem hún kom höndum yfir og hafði á fermingaraldri náð að læra að miklu leyti að lesa og skilja Norðurlandamálin. Hneigðist hún snemma að því að semja sjálf vísur, kvæði og smásögur, hnoðaði saman fyrstu vísur sínar 4-5 ára gömul og þegar á yngri árum orti hún mikið af tækifærisljóðum, m.a. eftirmælum, sem hún var mikið beðin um og skiptu líklega hundruðum. En næst huga hennar mun hafa staðið að semja leikrit.

Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum

Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum er ein af þeim fjölmörgu skáldum sem búið hafa á Akureyri. Hún fékkst töluvert við ritstörf og birti ljóð, sögur og greinar í timaritum og blöðum. Ein bók kom út eftir hana, ljóðabókin Beitilyng, árið 1973.

Afmæliskveðja Heiðreks Guðmundssonar til Akureyrar 29.8.1987

Heiðrekur Guðmundsson fæddist 5. september 1910 á Sandi í Aðaldal. Hann var sonur skáldsins Guðmundar Friðjónssonar á Sandi og konu hans Guðrúnar Lilju Oddsdóttur. Heiðrekur stundaði nám í Héraðsskólanum á Laugum og vann að búi foreldra sinna lengstaf til 1939,  bjó þá eitt ár í Reykjavík en flutti til Akureyrar 1940.

Afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar

Í dag eru 205 ár síðan Jónas Hallgrímsson fæddist á Hrauni í Öxnadal. Í dag er einnig haldið upp á dag íslenskrar tungu sem haldinn hefur verið hátíðlegur árlega á afmæli Jónasar síðan árið 1996. Í tilefni af 200 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar árið 2007 var haldið niðjamót Rannveigar Jónasdóttur og sr. Hallgríms Þorsteinssonar foreldra Jónasar. Fyrir niðjamótið var tekið saman smárit með ættfræði og myndum þar sem sjá má upplýsingar um foreldra Jónasar, systkini hans og nokkra afkomendur þeirra.

Þjóðskáldið sr. Matthías bjó á Akureyri í 33 ár

Þjóðskáldið sr. Matthías Jochumsson bjó á Akureyri frá því um vorið 1887 og til dauðadags árið 1920 eða alls rúm 32 ár.  Æviferli Matthíasar verður ekki gerð skil hér því um hann má víða lesa, en benda má á vefinn http://www.skaldhus.akureyri.is Sr. Matthías flutti til Akureyrar með konu sína og 8 börn frá Odda á Rangárvöllum árið 1887 og vorið eftir voru börnin orðin 9. Þau settust að í Aðalstræti 50, en þar bjó áður Björn Jónsson ritstjóri og prentsmiðjueigandi og rak þar einnig prentsmiðju.

Guðmundur Frímann, skáld og rithöfundur

Á næstu vikum verður hér minnst nokkurra „Akureyrarskálda“, gerð grein fyrir búsetu þeirra á Akureyri og skjölum þeirra í Héraðsskjalasafninu á Akureyri. Ekki verða hér tekin fyrir æviatriði né ritverk, því um það má lesa víða annars staðar.

Heimahjúkrun og heimilishjálp fyrir 105 árum

Á Akureyri áttu fátækir og aldraðir kost á heimaþjónustu árið 1907. Þessi þjónusta var þó ekki innt af hendi af sveitarfélaginu né ríkinu heldur var hún dugnaði og fórnfýsi nokkurra kvenna í bænum að þakka.