Fréttir

Afgreiðslutími í sumar

Á sumrin breytist afgreiðslutími safnsins örlítið, mánudagar og fimmtudagar sem eru með lengri tíma yfir veturinn verða nú jafnlangir öðrum virkum dögum vikunnar. Frá 16. maí til 15. sept er opið mán - fös kl. 10:00 - 16:00.

Ólafur Ásgeirsson fyrrverandi þjóðskjalavörður er látinn

Ólafur S. Ásgeirsson fyrrverandi þjóðskjalavörður lést sunnudaginn 11. maí 2014. Ólafur fæddist 20. nóvember 1947, sonur Ásgeirs Ólafssonar er var forstjóri Brunabótafélagsins og konu hans Dagmarar Gunnarsdóttur, elstur fjögurra systkina.

Gleðilegt sumar !

Megi þessi gamla og sumarlega mynd af Akureyri færa ykkur gleðilegt og gæfuríkt sumar! Myndin er fengin úr kortasafni Ingunnar G. Kristjánsdóttur, sem hún afhenti safninu árið 2008.

Samskrá um einkaskjalasöfn - um 765 skráningar frá Héraðsskjalasafninu á Akureyri

Nú er unnið að gerð samskrár yfir einkaskjöl í skjalasöfnum landsins. Nefnd skipuð fulltrúum frá Héraðsskjalasafninu á Akureyri, Héraðsskjalasafninu á Ísafirði, Þjóðskjalasafni Íslands og Landsbókasafni Íslands Háskólabókasafni hefur unnið að undirbúningi

Matreiðslunámskeið fyrir 100 árum

Myndin hér fyrir neðan er á póstkorti útgefnu af Jóhanni Ragúelssyni á Akureyri og sýnir eins og stendur í texta: Cookery School at „Caroline Rest“ Akureyri. Póstkortið fylgdi einkaskjalasafni sem verið var að ganga frá til geymslu fyrir skemmstu. George Schrader var auðugur þýskur maður, búsettur í Bandaríkjunum. Hann varði auði sínum til líknarmála og var sérstakur velgjörðarmaður Akureyringa. Eitt af því sem hann tók sér fyrir hendur var að koma á fót matreiðslunámskeiði fyrir ungar stúlkur í Caroline Rest, gistihúsi því sem hann hafði látið byggja fyrir hesta og reiðmenn sem til bæjarins komu. (Sjá Steindór Steindórsson: Akureyri: Höfuðborg hins bjarta norðurs. 1993).

105 afhendingar, m.a. frá Leikfélagi Akureyrar

Á árinu 2013 fékk safnið 105 sinnum afhent skjöl. Skjölin voru af ýmsum toga og uppruna, þau voru fá eða fjölmörg og þau voru frá einstaklingum, félögum, fyrirækjum og opinberum aðilum. Opinberum aðilum ber skylda til að skila inn skjölum sínum og einnig þeim félögum sem njóta styrkja

Opið um jól og áramót

23. desember opið 10.00 - 16.00 27. desember opið 10.00 - 16.00 30. desember opið 10.00 - 16.00   Frá og með 2. janúar verður opið eins og venjulega  

Jólasýning

Þetta árið tekur Héraðsskjalasafnið þátt í jólasýningu Amtsbókasafnsins, Jólin á síðustu öld, með því að leggja til jólakort úr einkaskjalasöfnum. Sýningin samanstendur af gömlum jólatímaritum, auglýsingum, jólakortum og fleiru.

Þú gætir fundið fjársjóð !

Norræni skjaladagurinn er haldinn ár hvert annan laugardag í nóvember. Í ár er þema skjaladagsins „Fjársjóðir úr fórum skjalasafnanna“ sem vísar til þess að í skjalasöfnunum eru merkilegar heimildir um sögu landsins og mannlíf. Þar getur hver og einn fundið sinn fjársjóð.  

Lokað eftir klukkan 13.00 föstudaginn 18. október

Af sérstökum ástæðum verður safnið lokað eftir kl. 13.00 föstudaginn 18. október. Mánudaginn 21. október verður opnað klukkan 10.00 eins og venjulega.