21.10.2011
Fimmtudaginn 20. okt. afhenti Bjarki Sveinbjörnsson, tónlistarfræðingur Ph.d. fyrir hönd Tónlistarsafns Íslands, safninu nokkur bréf sem Björgvin
Guðmundsson tónskáld skrifaði vini sínum Guttormi J. Vigfússyni skáldi í Lundar, Manitoba.
06.10.2011
Í dag tók safnið á móti skjölum frá Slökkvistöð Akureyrar. Skjölin eru frá árunum 1940-1999 og innihalda merkar
upplýsingar um starfsemi og gjörðir slökkviliðsins þennan tíma. Myndin var tekin þegar starfsfólk stöðvarinnar afhenti skjölin.
Á myndinni eru talið frá vinstri Sævar Kristjánsson, Anna Gunnlaugsdóttir, Helga Ósk Lúðvíksdóttir og Rolf K. Tryggvason.