Fréttir

Bréf Björgvins Guðmundssonar tónskálds

Fimmtudaginn 20. okt. afhenti Bjarki Sveinbjörnsson, tónlistarfræðingur Ph.d. fyrir hönd Tónlistarsafns Íslands, safninu nokkur bréf sem Björgvin Guðmundsson tónskáld skrifaði vini sínum Guttormi J. Vigfússyni skáldi í Lundar, Manitoba.

Skjöl frá Slökkvistöð

Í dag tók safnið á móti skjölum frá Slökkvistöð Akureyrar. Skjölin eru frá árunum 1940-1999 og innihalda merkar upplýsingar um starfsemi og gjörðir slökkviliðsins þennan tíma. Myndin var tekin þegar starfsfólk stöðvarinnar afhenti skjölin. Á myndinni eru talið frá vinstri Sævar Kristjánsson, Anna Gunnlaugsdóttir, Helga Ósk Lúðvíksdóttir og Rolf K. Tryggvason.