Fréttir

Ný lög um opinber skjalasöfn

Ný lög um opinber skjalasöfn voru samþykkt á Alþingi föstudaginn 16. maí 2014. Þau taka bæði til Þjóðskjalasafns Íslands og tuttugu héraðsskjalasafna um land allt. Lögin taka þegar gildi og um leið falla úr gildi lög nr. 66/1985, um Þjóðskjalasafn Íslands, með síðari breytingum. Sjá má heildartexta laganna á vef alþingis: http://www.althingi.is/altext/143/s/pdf/1260.pdf

Skjöl Vélstjórafélags Akureyrar afhent

Í gær, 20. maí, voru Héraðsskjalasafninu á Akureyri afhent merkileg skjöl, sem ekki hefðu mátt glatast.  Þar var um að ræða skjöl frá Vélstjórafélagi Akureyrar sem stofnað var 5. janúar 1919.

Afgreiðslutími í sumar

Á sumrin breytist afgreiðslutími safnsins örlítið, mánudagar og fimmtudagar sem eru með lengri tíma yfir veturinn verða nú jafnlangir öðrum virkum dögum vikunnar. Frá 16. maí til 15. sept er opið mán - fös kl. 10:00 - 16:00.

Ólafur Ásgeirsson fyrrverandi þjóðskjalavörður er látinn

Ólafur S. Ásgeirsson fyrrverandi þjóðskjalavörður lést sunnudaginn 11. maí 2014. Ólafur fæddist 20. nóvember 1947, sonur Ásgeirs Ólafssonar er var forstjóri Brunabótafélagsins og konu hans Dagmarar Gunnarsdóttur, elstur fjögurra systkina.