Rósa Einarsdóttir (1882-1965) frá Stokkahlöðum
			
					27.06.2017			
	
	Sókn og vörn
þau sífellt herða,sést það
best á nýjum blöðum.Yfirvaldið
er að verðaundir Rósu á
Stokkahlöðum. 
Vísur verða
til af ýmsu tilefni en þessi varð til árið 1936 og það var Davíð Jónsson
hreppstjóri á Kroppi sem orti. Sögupersónurnar voru Sigurður Eggerz sýslumaður
og Rósa Einarsdóttir á Stokkahlöðum. 
Rósa
Einarsdóttir fæddist í Gnúpufelli í mars 1882 eða fyrir 135 árum síðan. Hún var
dóttir Einars Sigfússonar og Guðríðar Brynjólfsdóttur en Einar var sonur
hjónanna í Gnúpufelli.
Einar og Guðríður bjuggu í Hrísum 1887-1891. Frá 1891 bjuggu þau á Stokkahlöðum
en Einar lést 1926 og Guðríður bjó áfram til 1930 er börn þeirra, Rósa, Aldís
og Bjarni tóku við búskapnum.
 
						 
