Fréttir

Fundur um skjalamál grunnskólanna

Í gær hélt Félag héraðsskjalavarða á Íslandi fræðslufund um skjalamál grunnskóla. Fundurinn var haldinn í Háskólafélagi Suðurlands á Selfossi í gegnum fjarfundabúnað og alls voru rúmlega 60 þátttakendur á fundinum. Af þeim voru 10 þátttakendur saman komnir í Símey á Akureyri. Fundurinn verður endurtekinn í október þar sem margir skjólastjórar voru uppteknir í dag vegna anna í upphafi skóla. Það voru starfsmenn menntasviðs Reykjavíkurborgar og Borgarskjalasafns sem fluttu erindi á fundinum og nánar má lesa um hann á síðu Félags héraðsskjalavarða hér.

Opnað kl. 13:00 miðvikudaginn 24. ágúst

Vegna fræðslufundar um skjalamál grunnskólanna að morgni miðvikudagsins 24. ágúst verður safnið opnað kl. 13:00 þann dag. Fræðslufundurinn er ætlaður héraðsskjalavörðum um land allt, skjalastjórum sveitarfélaga, skólastjórum og öðrum sem hafa með skjalamál grunnskóla að gera, á þeim svæðum þar sem héraðsskjalasöfn eru starfandi. Fundurinn er haldinn á Selfossi, en fyrrgreindum aðilum á safnsvæði Héraðsskjalasafnsins á Akureyri býðst að taka þátt í honum með fjarfundabúnaði í húsnæði Símeyjar að Þórsgötu 4 á Akureyri.