Fréttir

Tónlistarskólinn á Akureyri 70 ára

Laugardagurinn 20. febrúar s.l. var dagur tónlistarskólanna.  Tónlistarskólinn á Akureyri hélt upp á daginn með stórtónleikum þar sem fram komu hljómsveitin 200.000 naglbítar og um 400 nemendur skólans. Flutt voru lög naglbítanna ásamt vel þekktum lögum, meðal annars í flutningi Helenu Eyjólfs en hún var leynigestur tónleikanna.

Svíar salta síld í Hrísey

Árið 1915 tók Alex Quirist í Gautaborg lóð á leigu í Hrísey og byggði all stóra síldarsöltunarstöð.  Stöðin samanstóð af tveimur húsum og bryggjum.  Húsin settu mikinn svip á þorpið, sem myndast hafði upp af svonefndu Sandshorni.