Fréttir

Jólalegt í anddyrinu

Til þess að gera anddyrið jólalegt hefur verið sett upp sýning á jólakortum í einkaeign frá ca 1943 – 1997 og sýningu á jólaskrauti frá síðustu öld.

Norræni skjaladagurinn 13. nóvember

Opinber skjalasöfn á Norðurlöndum sameinuðust árið 2001 um árlegan kynningardag,  annan laugardag í nóvember. Í ár er þema skjaladagsins „Veður og loftslag“ sem er sameiginlegt norrænt þema. Héraðsskjalasafnið á Akureyri tekur þátt í deginum með því að senda efni á sameiginlegan vef skjalasafnanna  http://skjaladagur.is og fyrir valinu urðu fjögur efni. 

Sýning í tilefni kvennafrídags

Í tilefni af 35 ára afmæli kvennafrídagsins 24. október eru sett aftur upp sýningarspjöld sem gerð voru fyrir 5 árum í tilefni af 30 ára afmælinu.

Heimsókn frá Þjóðskjalasafni Íslands

Starfsmenn Þjóðskjalasafns voru á ferð norðan heiða í síðustu viku, þ.e. þriðjudaginn 7. sept.  Þessi heimsókn var sú fyrsta af mörgum slíkum, því að stefnt er á að heimsækja öll héraðsskjalasöfnin á næstu mánuðum.Héraðsskjalasafnið á Akureyri var fyrst heimsótt og farið yfir stöðu mála hjá safninu.

Pálmholt 60 ára - Sýning - Kvikmynd frá 1952

Í tilefni af 60 ára afmæli Pálmholts hefur verið sett upp sýning í anddyri Amtsbókasafns og Héraðsskjalasafns þar sem má skoða sögu barnaheimilisins og leikskólans í máli og myndum.

Alþjóðlegi skjaladagurinn 9. júní

Félag héraðsskjalavarða stendur fyrir málþingi  fyrir héraðsskjalaverði um skjalavörslu leikskóla og grunnskóla í tilefni Alþjóðlega skjaladagsins 9. júní 2010.

Átak við söfnun skjala sóknarnefnda um land allt

Biskup Íslands og Félag héraðskjalavarða á Íslandi standa fyrir sameiginlegu átaki í söfnun og varðveislu skjalasafna sóknarnefnda í landinu. Efnt er til þessa átaks til þess að hvetja sóknarnefndir til að varðveita sögu sína með öruggum hætti.

Opnun heimasíðu

Héraðsskjalasafnið á Akureyri opnar föstudaginn 19. febrúar nýja heimasíðu með vefslóðinni http://herak.is. Síðan er hönnuð hjá Stefnu á Akureyri og unnin í vefumsjónarkerfinu Moya.