Fréttir

Safnið opnar aftur 4. maí

Héraðsskjalasafnið verður opnað að nýju mánudaginn 4. maí, sem er mikill léttir og tilhlökkunarefni. Við biðjum gesti að athuga að enn þarf að hafa reglur vegna samkomubanns að leiðarljósi. Hámarksfjöldi í húsinu öllu er 50 manns og því gætu gestir þurft að bíða eftir því að komast inn í húsið. Gestir eru einnig vinsamlegast beðnir um að virða tveggja metra regluna. Sprittbrúsi og hanskar verða til reiðu og snertifletir verða þrifnir reglulega, svo lengi sem þurfa þykir. Gestir eru vinsamlegast beðnir um að vera með hanska við meðferð safnefnis.

Lestrarsalurinn er lokaður

Í samræmi við samkomubann stjórnvalda og ákvörðun ráðherra um lokun safna þá hefur lestrarsalnum verið lokað hjá okkur fram yfir páska. Áfram er tekið á móti fyrirspurnum og erindum í gegnum síma, í tölupósti, með bréfpóst og einnig er hægt að senda fyrirspurn hér á heimasíðunni. Erindum verður svarað með líkum hætti eða eftir því sem best hentar hverju sinni. Símanúmer safnsins er 460-1290 og netfangið herak@herak.is

Laust starf á Héraðsskjalasafninu

Laust er til umsóknar 100% starf skjalavarðar við Héraðsskjalasafnið á Akureyri. Vinnutími er mánudaga til föstudaga frá kl. 08:00 - 16:00. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf í maí eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 23. mars.