Fréttir

Opnunartími um jól og áramót

Kæru viðskiptavinir! Yfir jól og áramót verður safnið opið sem hér segir: Þorláksmessa kl. 10:00-16:00 Aðfangadagur-Annar í jólum -Lokað Þriðjudagur 27. desember - Föstudagur  30. desember kl. 10:00-16:00 Gamlársdagur-Nýársdagur - Lokað Mánudagur  2. janúar 10:00-18:00

100 afhendingar á þessu ári

Í dag barst safninu skjalaafhending frá Brekkuskóla. Þar var um að ræða vídeómyndir úr skólastarfi Gagnfræðaskólans frá árunum 1989-1996.  Þar með náðist sá áfangi í sögu safnsins að afhendingar á einu ári næðu tölunni hundrað. Þar sem að enn eru 16 dagar eftir af árinu þá getur enn bæst við og eru allir hvattir til þess að huga vel að skjölum í sínum fórum. Héraðsskjalasafnið tekur við skjölum sem verða til við alla starfsemi á vegum sveitarfélaganna, svo og tekur það við skjölum frá félögum, fyrirtækjum og einstaklingum.

Sýningin framlengd út þessa viku

Sýningin "Manstu eftir búðinni" verður framlengd og stendur hún út vikuna, síðasti opnunardagur er laugardagurinn 3. desember.

Manstu eftir búðinni?

Sýning Héraðsskjalasafnsins í anddyrinu í Brekkugötu 17 vekur mikla athygli.  Á sýningunni eru tekin fyrir hús á Akureyri og taldar upp þær verslanir sem þar hafa verið starfræktar. Upptalningin er engan veginn tæmandi og því eru bæjarbúar og aðrir gestir beðnir um að bæta við og leiðrétta ef þeir vita betur.

Sýningin "Manstu eftir búðinni"

Norræni skjaladagurinn, árlegur kynningardagur skjalasafna á Norðurlöndum er laugardagurinn 12. nóvember. Þema dagsins þetta árið er „Verslun og viðskipti“.  Héraðsskjalasafnið á Akureyri verður með sýningu í anddyrinu í Brekkugötu 17 af þessu  tilefni, hefst hún mánudaginn 14. nóvember og stendur til 25. nóvember. Sýningin ber yfirskriftina „Manstu eftir búðinni?  Þar verða tínd til nöfn á sem flestum verslunum er

Bréf Björgvins Guðmundssonar tónskálds

Fimmtudaginn 20. okt. afhenti Bjarki Sveinbjörnsson, tónlistarfræðingur Ph.d. fyrir hönd Tónlistarsafns Íslands, safninu nokkur bréf sem Björgvin Guðmundsson tónskáld skrifaði vini sínum Guttormi J. Vigfússyni skáldi í Lundar, Manitoba.

Skjöl frá Slökkvistöð

Í dag tók safnið á móti skjölum frá Slökkvistöð Akureyrar. Skjölin eru frá árunum 1940-1999 og innihalda merkar upplýsingar um starfsemi og gjörðir slökkviliðsins þennan tíma. Myndin var tekin þegar starfsfólk stöðvarinnar afhenti skjölin. Á myndinni eru talið frá vinstri Sævar Kristjánsson, Anna Gunnlaugsdóttir, Helga Ósk Lúðvíksdóttir og Rolf K. Tryggvason.

Nýtt námskeið um skjalavörslu grunnskólanna

Annað námskeið um skjalavörslu grunnskóla á vegum Félags héraðsskjalavarða á Íslandi verður haldið 12. október n.k. Námskeiðið verður með sama sniði og námskeið sem haldið var miðvikudaginn 24. ágúst 2011. Fundurinn verður haldinn gegnum fjarfundabúnað og er ætlaður skólastjórum, starfsmönnum grunnskóla, sveitarfélaga, skjalastjóra auk starfsmanna á héraðsskjalasöfnunum.

Fundur um skjalamál grunnskólanna

Í gær hélt Félag héraðsskjalavarða á Íslandi fræðslufund um skjalamál grunnskóla. Fundurinn var haldinn í Háskólafélagi Suðurlands á Selfossi í gegnum fjarfundabúnað og alls voru rúmlega 60 þátttakendur á fundinum. Af þeim voru 10 þátttakendur saman komnir í Símey á Akureyri. Fundurinn verður endurtekinn í október þar sem margir skjólastjórar voru uppteknir í dag vegna anna í upphafi skóla. Það voru starfsmenn menntasviðs Reykjavíkurborgar og Borgarskjalasafns sem fluttu erindi á fundinum og nánar má lesa um hann á síðu Félags héraðsskjalavarða hér.

Opnað kl. 13:00 miðvikudaginn 24. ágúst

Vegna fræðslufundar um skjalamál grunnskólanna að morgni miðvikudagsins 24. ágúst verður safnið opnað kl. 13:00 þann dag. Fræðslufundurinn er ætlaður héraðsskjalavörðum um land allt, skjalastjórum sveitarfélaga, skólastjórum og öðrum sem hafa með skjalamál grunnskóla að gera, á þeim svæðum þar sem héraðsskjalasöfn eru starfandi. Fundurinn er haldinn á Selfossi, en fyrrgreindum aðilum á safnsvæði Héraðsskjalasafnsins á Akureyri býðst að taka þátt í honum með fjarfundabúnaði í húsnæði Símeyjar að Þórsgötu 4 á Akureyri.