Fréttir

Nýr starfsmaður

Nýlega hóf Kristín María Hreinsdóttir störf hjá okkur. Kristín María er kennari að mennt og með MA próf í safnafræði. Undanfarið hefur hún unnið sjálfstætt við fræðastörf og uppsetningu sýninga. Við bjóðum hana velkomna til starfa.

Af Kötlugosi 1918

Kötlugos hófst 12. október 1918. Í gosbyrjun voru miklar jarðhræringar og fundust jarðskjáftar víða um Suðurland, eldingar sáust langt að og drunur heyrðust greinilega. Fljótlega tók að gæta öskufalls og var vindstaðan þannig í fyrstu að askan dreifðist mest vestur á bóginn. Daginn eftir að gosið hófst var svo mikið öskufall í Rangárvallasýslu að þar var ljós látið loga allan daginn.

Nýr héraðsskjalavörður tekur við

Í dag urðu þau tímamót á Héraðsskjalasafninu á Akureyri að Aðalbjörg Sigmarsdóttir lét af störfum eftir 34 ára starf sem forstöðumaður safnsins en hún tók þar við lyklavöldum 1. októrber 1984. Aðalbjörg mun á næstu mánuðum sinna öðrum verkefnum fyrir safnið.