Fréttir

50 ára afmæli 1. júlí

1. júlí 1969 veitti þjóðskjalavörður, Bjarni Vilhjálmsson, Héraðsskjalasafni Akureyrarkaupstaðar og Eyjafjarðarsýslu viðurkenningu sína, sem löglega stofnuðu héraðsskjalasafni samkvæmt ákvæðum laga frá 12. febrúar 1947 um héraðsskjalasöfn og reglugerðar um héraðsskjalasöfn frá 5. maí 1951.

Það er upphaf Kaupfélags Eyfirðinga...

Það var blíðuveður í Eyjafirði dagana fyrir sólstöður á því Herrans ári 1886. Vorið hafði verið kalt og gróður seint á ferðinni, en það hlýnaði upp úr miðjum júnímánuði og tóku þá tún að spretta svo um munaði. Miðvikudaginn 19. júní mældist hitinn á Akureyri 16,3° kl. 8 um morguninn og kl. 2 um daginn var hann kominn í 17,5°. Þennan dag hafði verið boðað til fundar um verslunarmál á Grund og upp úr hádeginu fóru menn að ríða í hlað, sumir komnir neðan af bæjum, aðrir lengst framan úr firði og enn aðrir komnir handan yfir Eyjafjarðará þótt vöxtur væri í henni eftir hita undanfarinna dægra.