Fréttir

Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum

Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum er ein af þeim fjölmörgu skáldum sem búið hafa á Akureyri. Hún fékkst töluvert við ritstörf og birti ljóð, sögur og greinar í timaritum og blöðum. Ein bók kom út eftir hana, ljóðabókin Beitilyng, árið 1973.

Afmæliskveðja Heiðreks Guðmundssonar til Akureyrar 29.8.1987

Heiðrekur Guðmundsson fæddist 5. september 1910 á Sandi í Aðaldal. Hann var sonur skáldsins Guðmundar Friðjónssonar á Sandi og konu hans Guðrúnar Lilju Oddsdóttur. Heiðrekur stundaði nám í Héraðsskólanum á Laugum og vann að búi foreldra sinna lengstaf til 1939,  bjó þá eitt ár í Reykjavík en flutti til Akureyrar 1940.

Afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar

Í dag eru 205 ár síðan Jónas Hallgrímsson fæddist á Hrauni í Öxnadal. Í dag er einnig haldið upp á dag íslenskrar tungu sem haldinn hefur verið hátíðlegur árlega á afmæli Jónasar síðan árið 1996. Í tilefni af 200 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar árið 2007 var haldið niðjamót Rannveigar Jónasdóttur og sr. Hallgríms Þorsteinssonar foreldra Jónasar. Fyrir niðjamótið var tekið saman smárit með ættfræði og myndum þar sem sjá má upplýsingar um foreldra Jónasar, systkini hans og nokkra afkomendur þeirra.

Þjóðskáldið sr. Matthías bjó á Akureyri í 33 ár

Þjóðskáldið sr. Matthías Jochumsson bjó á Akureyri frá því um vorið 1887 og til dauðadags árið 1920 eða alls rúm 32 ár.  Æviferli Matthíasar verður ekki gerð skil hér því um hann má víða lesa, en benda má á vefinn http://www.skaldhus.akureyri.is Sr. Matthías flutti til Akureyrar með konu sína og 8 börn frá Odda á Rangárvöllum árið 1887 og vorið eftir voru börnin orðin 9. Þau settust að í Aðalstræti 50, en þar bjó áður Björn Jónsson ritstjóri og prentsmiðjueigandi og rak þar einnig prentsmiðju.

Guðmundur Frímann, skáld og rithöfundur

Á næstu vikum verður hér minnst nokkurra „Akureyrarskálda“, gerð grein fyrir búsetu þeirra á Akureyri og skjölum þeirra í Héraðsskjalasafninu á Akureyri. Ekki verða hér tekin fyrir æviatriði né ritverk, því um það má lesa víða annars staðar.