Fréttir

Veiðifélag Hörgár

Jafnt og þétt er unnið að skráningu og frágangi en skrárnar eru settar inn á heimasíðuna okkar þegar þær eru tilbúnar.  Nýlegar viðbætur eru t.d. frá Félagi norðlenskra steinasafnara (F-315) og frá Markúsi Meckl lektor við Háskólann á Akureyri (G-241).  Markús afhenti í janúar 2009 ljósrit af gögnum úr skjalasöfnum austur-þýsku öryggislögreglunnar er varða Ísland og Íslendinga og stundum hafa verið kölluðu Stasi-skjölin.  Skjölin eru ekki persónugreinanleg og varða land og þjóð almennt.