Veiðifélag Hörgár

Jafnt og þétt er unnið að skráningu og frágangi en skrárnar eru settar inn á heimasíðuna okkar þegar þær eru tilbúnar.  Nýlegar viðbætur eru t.d. frá Félagi norðlenskra steinasafnara (F-315) og frá Markúsi Meckl lektor við Háskólann á Akureyri (G-241).  Markús afhenti í janúar 2009 ljósrit af gögnum úr skjalasöfnum austur-þýsku öryggislögreglunnar er varða Ísland og Íslendinga og stundum hafa verið kölluðu Stasi-skjölin.  Skjölin eru ekki persónugreinanleg og varða land og þjóð almennt.

Það nýjasta (11. febrúar) er skrá yfir gögn Veiðifélags Hörgár og fékk það númerið F-316.  Á árunum 1946 til 1951 var starfandi veiðifélag fyrir vatnasvið árinnar, sem lognaðist útaf, en 1964 var það svo endurvakið.  Gögnin eru frá yngra félaginu.  Kristján frá Djúpalæk var í mörg ár veiðivörður við Hörgá og frá honum komu á sínum tíma skjöl sem varða veiðivörsluna.  Gögnin frá Kristjáni eru í G-134 en þetta litla dæmi segir okkur að oft dugar ekki að leita bara á einum stað.