Um safnið

 

Á Héraðsskjalasafninu á Akureyri eru varðveitt skjöl frá skilaskyldum aðilum og einkaaðilum í Hörgársveit, Akureyrarbæ, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppi og Grýtubakkahreppi. Á safninu eru einnig varðveitt skjöl úr þeim hreppum sem áður voru á þessu svæði og hafa nú sameinast í fyrrnefnd sveitarfélög.

Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn (nr. 77/2014) og reglugerð um héraðsskjalasöfn (nr. 283/1994). Meginhlutverk safnsins er að taka við skjölum skilaskyldra aðila á safnsvæðinu, varðveita þau og hafa aðgengileg fyrir notendur safnsins. Það er einnig hlutverk safnsins að taka á móti og varðveita skjöl frá öðrum en afhendingarskyldum aðilum; veita skilaskyldum aðilum leiðsögn og aðstoð við skjalastjórn og hafa eftirlit með skjalavörslu þeirra; gangast fyrir rannsóknum úr safnkosti; vinna að því að gera skjöl aðgengileg almenningi o.fl.