Hlutverk

Héraðsskjalasafnið á Akureyri er sjálfstætt opinbert skjalasafn sem rekið er af Akureyrarbæ með fjárframlögum þeirra fimm sveitarfélaga sem að því standa. Fjárframlög miðast við íbúafjölda hvers sveitarfélags fyrir sig.

Hlutverk safnsins er m.a. skv. lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014:  

  • Að taka við og innheimta skjöl og önnur gögn frá afhendingarskyldum aðilum.
  • Leitast við að afla annarra heimilda en frá afhendingarskyldum aðilum til að tryggja sem best að heimildir um þjóðarsöguna varðveitist.
  • Varðveita skjöl og önnur gögn safnsins.
  • Hafa til reiðu skjöl, ásamt skrám og upplýsingum um þau, og veita aðgengi að þeim í samræmi við lög.
  • Skapa aðstöðu fyrir notendur, leiðbeina um notkun skjala í vörslu safnsins og greiða fyrir rannsóknum á þeim eins og kostur er.
  • Leiðbeina og hafa eftirlit með skjalavörslu afhendingarskyldra aðila samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn, reglugerðum sem ráðherra setur á grundvelli þeirra og reglum sem lúta að skjalavörslu.
  • Gangast fyrir rannsóknum sem tengjast safnkosti eftir því sem fjárheimildir leyfa á hverjum tíma.
  • Vinna að því að gera skjöl aðgengileg almenningi, s.s. á vef safnsins eða með öðrum hætti, og veita fræðslu um sögu þjóðarinnar eða byggðarlagsins á grundvelli skjala í vörslu þess.