Þjónusta og gjaldskrá


Héraðsskjalasafnið er öllum opið án aðgangseyris.

Gestir safnsins geta nýtt sér aðstöðu á lestrarsal á 3ju hæð hússins og fengið lánuð safngögn til afnota þar. Starfsfólk aðstoðar við upplýsingaleit og að finna þau gögn sem gestir geta nýtt sér. Misjafnt er hversu fljótlegt er að afgreiða skjöl og getur stundum verið gott að panta þau fyrirfram. Á salnum eru tengi fyrir tölvur og þráðlaus nettenging. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að jafnaði gildir sú regla að hverjum þeim, sem þess óskar, er heimill aðgangur að skjölum í vörslu safnsins. Á þessu eru nokkrar undantekningar sem flestar lúta að almannahagsmunum og persónuvernd, svo sem skjölum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Skjöl sem innihalda upplýsingar um persónulega hagi einstaklinga, eru ekki opin öðrum en þeim sem málið varðar fyrr en að 80 árum liðnum frá myndun þeirra og í sumum tilfellum að lengri tíma liðnum.  Sjá nánar Upplýsingalög nr. 140/2012 og Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Mögulega þarf að takmarka aðgang að skjölum vegna þess að þau eru í slæmu ástandi og einnig er hugsanlegt að einkaaðilar hafi sett takmarkanir um aðgang að skjölum.

Starfsfólk svarar einnig fyrirspurnum úr skjölum, bæði fyrirspurnum sem verða til þegar gestir koma og fyrirspurnum sem berast í tölvupósti eða símleiðis. Einnig er hægt að senda fyrirspurn héðan af síðunni. Þetta á bæði við um almenning og opinbera aðila.

Undartekningalítið er hægt að ljósrita og/eða skanna skjöl safnsins. Á lestrarsal er tölva og skanni til afnota fyrir gesti en starfsfólk annast ljósritun.

Gjaldskrá 2023:

Ljósrit/skönnun A4           50 kr.
Ljósrit/skönnun A3           70 kr.
Útprentun í lit A4             150 kr.
Skönnun, án aðstoðar      ókeypis
Afnot af neti safnsins      ókeypis
Millisafnalán fer eftir kostnaði hverju sinni