Fréttir

Afgreiðslutími um jól og áramót

Einhverjar breytingar verða á opnunartímanum hjá okkur um hátíðirnar. Við minnum á að fyrirspurnir má senda á netfangið okkar herak@herak.is

Kvennaverkfall 2023

Héraðsskjalasafnið verður lokað þriðjudaginn 24. október.

Lokað vegna Haustráðstefnu Félags héraðsskjalavarða

Viðskiptavinir vinsamlegast athugið. Héraðsskjalasafnið á Akureyri verður lokað dagana 27., 28. og 29. september,

Ný skýrsla um héraðsskjalasöfnin

Nýverið sendi stýrihópur héraðsskjalavarða um rafræna skjalavörslu og varðveislu frá sér skýrslu sem ber heitið Starfsemi og hlutverk héraðsskjalasafna. Meginverkefni stýrihópsins er að halda utan um samstarfsverkefni safnanna, sem ber heitið Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu (MHR). Hluti af þeirri vegferð er að taka saman upplýsingar á einn stað um héraðsskjalasöfnin, hlutverk þeirra og lagalega stöðu.

Afgreiðslutími um páskana 2023

Opnunartími Héraðsskjalasafnsins um páskana...

Afgreiðslutími um jól og áramót

Einhverjar breytingar verða á opnunartímanum hjá okkur um hátíðirnar. Við minnum á að fyrirspurnir má senda á netfangið okkar herak@herak.is

Hreint og fínt

Í anddyrinu í Brekkugötu 17 hefur verið opnuð sýning í tilefni af skjaladeginum 2022, sem verður 12. nóvember næstkomandi.

Safnið verður opnað kl. 12.00

Nú er engin ástæða til annars er að opna safnið og verður það gert núna kl. 12.00. Opið verður til 16.00 í dag. Verið velkomin.

Óveður í aðsigi - lokað fyrir hádegi mánudaginn 7. febrúar

Við ætlum að fara að tilmælum Almannavarna um að vera ekki á ferli og halda okkur heima við að minnsta kosti fram undir hádegi mánudaginn 7. febrúar. Safnið verður því lokað en fylgist endilega með tilkynningum hér og á samfélagsmiðlum um það hvenær safnið verður opnað. Öll él birtir upp um síðir.

Norrænn skjaladagur 2021 - Grísaból á Akureyri

Mjólkursamlag KEA tók til starfa árið 1928 og fljótlega vaknaði áhugi forsvarsmanna samlagsins á að nýta betur mysu, undanrennu og annað sem til féll við mjólkurvinnsluna. Með það í huga hófst undirbúningur að stofnun svínabús, sem helst átti að vera í nágrenni við Mjólkursamlagið. Eftir nokkrar tilraunir fékkst loksins leyfi til þess að reisa svínabú á erfðafestulandi sem KEA átti ofarlega á brekkunni, rétt norðan og ofan við gatnamót Þingvallastrætis og Mýrarvegar. Þetta var árið 1932 og sama ár var reit þarna allstórt svínabú, sem fékk heitið Grísaból.