Fréttir

Heimahjúkrun og heimilishjálp fyrir 105 árum

Á Akureyri áttu fátækir og aldraðir kost á heimaþjónustu árið 1907. Þessi þjónusta var þó ekki innt af hendi af sveitarfélaginu né ríkinu heldur var hún dugnaði og fórnfýsi nokkurra kvenna í bænum að þakka.

Lúðrasveit Akureyrar stofnuð fyrir 70 árum, þann 25. okt. 1942.

Í gögnum Lúðrasveitar Akureyrar í Héraðsskjalasafninu á Akureyri má m.a. finna stofnfundargerð frá 25. október 1942. Fundargerðin er líklega uppkast, en eiginleg fundargerðabók hefur ekki enn skilað sér til safnsins. Vonandi er hún vel geymd einhvers staðar og á eftir að sameinast öðrum gögnum Lúðrasveitar Akureyrar hér á safninu. Í stofnfundargerðina er þetta skráð:

,,Þess ber að geta, sem gert er...

...Þessi bók er gefin af cand.jur. Birni Halldórssyni, og kann félagið honum beztu þakkir." Þessi orð eru skrifuð á opnu fundargerðabókar Sundfélagsins Grettis, sem Héraðsskjalasafnið fékk afhent 1. október sl.  Bókin nær yfir árin 1937 – 1946. Það kemur fram í fyrstu fundargerð félagins að Björn Halldórsson lánaði ritaranum sjálfblekung til þess að skrifa fundargerðina og á öðrum fundi félagsins var Björn kosinn fyrsti formaður.  Hann hefur því gert félaginu ýmislegt gott.

Spítalavegur 1

Guðmundur Vigfússon skósmiður og Helga Guðrún Guðmundsdóttir kona hans byggðu sér hús við Spítalastíg 1 árið 1903. Guðmundur var fæddur 1864 á Hólabaki í Þingeyrasókn, Húnavatnssýslu en Guðrún árið 1866 á Njálsstöðum í Höskuldsstaðasókn, einnig í Húnavatnssýslu.