Fréttir

Lokað eftir hádegi

Safnið verður lokað eftir kl. 12.30 föstudaginn 16. október.  Opnað verður aftur mánudaginn 19. október kl. 10.00.

Gagnmerkar heimildir afhentar Héraðsskjalasafninu

Nú í vikunni var safninu færð gjörðabók Hins eyfirska ábyrgðarfélags frá árunum 1867 til 1876. Í henni segir m.a. frá því að þrír undirbúningsfundir að stofnun félagsins voru haldnir frá 1. nóvember 1867 til 14. janúar 1868 en stofnfundurinn var haldinn 14. febrúar 1868.