Fréttir

Lokað eftir klukkan 13.00 föstudaginn 18. október

Af sérstökum ástæðum verður safnið lokað eftir kl. 13.00 föstudaginn 18. október. Mánudaginn 21. október verður opnað klukkan 10.00 eins og venjulega.

Bleik skjöl í bleikum október

Héraðsskjalasafnið á Akureyri sýnir bleik skjöl í október til að minna á söfnunar- og árveknisátak Krabbameinsfélags Íslands gegn brjóstakrabbameini. Sýningarkassinn er í afgreiðslu Amtsbókasafnsins. Ekki er æskilegt að nota litaðan pappír fyrir langtímavarðveislu skjala, en skjölin á sýningunni eru frá árunum 1906-1978. Skjölin eru af ýmsum toga, svo sem: