Fréttir

Jólaskrá Jóns Rögnvaldssonar bónda á Leifsstöðum 1862-1882

Senn koma jólin og af því við Íslendingar eigum mikið undir veðrinu er ekki úr vegi að kíkja í veðurspárit. Jólaskrá Jóns Rögnvaldssonar bónda á Leifsstöðum í Kaupvangssveit 1865-1882 hefst á þessum orðum (að nokkur fært til nútímastafsetningar): Lítil búmannaregla eftir daglegri reynslu, saman skrifuð. Á jólanóttina taka menn vara hvursu að viðra muni árið um kring.  Ef hreint veður og klárt, kyrrt og regnlaust er á jólanóttina og á aðfangadagskvöldið þá halda menn verði friðsamt ár og svo þar á móti ef annað viðrar.