Jólaskrá Jóns Rögnvaldssonar bónda á Leifsstöðum 1862-1882

Senn koma jólin og af því við Íslendingar eigum mikið undir veðrinu er ekki úr vegi að kíkja í veðurspárit. Jólaskrá Jóns Rögnvaldssonar bónda á Leifsstöðum í Kaupvangssveit 1865-1882 hefst á þessum orðum (að nokkur fært til nútímastafsetningar):

Lítil búmannaregla eftir daglegri reynslu, saman skrifuð. Á jólanóttina taka menn vara hvursu að viðra muni árið um kring.

 

Ef hreint veður og klárt, kyrrt og regnlaust er á jólanóttina og á aðfangadagskvöldið þá halda menn verði friðsamt ár og svo þar á móti ef annað viðrar.

Ef ill veður er og standi vindur af sólaruppgönguátt, þá þykir líklegt til fjárskaða, en standi af niðurgönguátt eða norðri það merkir friðsamt ár og gott. Standi vindur af miðdegisátt það merkir krank hætt eða og sóttsama tíma.

Um jóladaginn segir m.a. í kverinu:

Verði jóladagur á sunnudag, þá verður og grimmur vetur, vorið heitt, sumarið friðsamt, haustið vott og vindasamt. Þá mun gömlu fólki verða hætt og þunguðum konum.