Fréttir

Skjöl eru skemmtileg

Á síðasta ári var því fagnað með ýmsum hætti að 150 ár voru liðin frá því að Akureyri fékk kaupstaðarréttindi. Í sannkölluðu afmælisskapi ákváðum við að halda áfram en horfa til safnsvæðisins alls og draga fram úr geymslum skjöl sem ættu afmæli þetta árið. Skjölin eru sýnd mánuð í senn, í sýningarkassa á 1. hæðinni undir yfirskriftinni Skjöl eru skemmtileg. Í janúar voru það 140 ára skjöl eða frá árinu 1873, í febrúar 130 ára skjöl, í mars 120 ára og nú í apríl eru það 110 ára skjöl. Meðal þess sem er í kassanum núna eru lög frá rjómabúi Svarfdæla, sveitarblaðið Tilraun úr Öngulsstaðahreppi og blaðið Lundur sem var handskrifað blað á Oddeyri.