Fréttir

Jólalegt í anddyrinu

Til þess að gera anddyrið jólalegt hefur verið sett upp sýning á jólakortum í einkaeign frá ca 1943 – 1997 og sýningu á jólaskrauti frá síðustu öld.

Norræni skjaladagurinn 13. nóvember

Opinber skjalasöfn á Norðurlöndum sameinuðust árið 2001 um árlegan kynningardag,  annan laugardag í nóvember. Í ár er þema skjaladagsins „Veður og loftslag“ sem er sameiginlegt norrænt þema. Héraðsskjalasafnið á Akureyri tekur þátt í deginum með því að senda efni á sameiginlegan vef skjalasafnanna  http://skjaladagur.is og fyrir valinu urðu fjögur efni. 

Lokað til hádegis 5. nóv.

Vegna námskeiða á Amtsbókasafni er húsið lokað til kl. 13.00 föstudaginn 5. nóv.