Fréttir

Frá sýningunni Bæjarbragur: í upphafi fullveldis

Sýningin Bæjarbragur: í upphafi fullveldis var opnuð laugardaginn 1. desember. Margir gestir mættu til okkar þrátt fyrir nokkra ófærð í bænum og snjókomu. Meðal góðra gesta voru félagsmenn í Handraðanum en það er áhugafólk um íslenska þjóðbúninginn. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri opnaði sýninguna en í opnunarræðunni bauð hún upp á ferðalag 100 ár aftur í tímann. Myndir frá opnunardeginum má sjá hér.