Fréttir

Matreiðslunámskeið fyrir 100 árum

Myndin hér fyrir neðan er á póstkorti útgefnu af Jóhanni Ragúelssyni á Akureyri og sýnir eins og stendur í texta: Cookery School at „Caroline Rest“ Akureyri. Póstkortið fylgdi einkaskjalasafni sem verið var að ganga frá til geymslu fyrir skemmstu. George Schrader var auðugur þýskur maður, búsettur í Bandaríkjunum. Hann varði auði sínum til líknarmála og var sérstakur velgjörðarmaður Akureyringa. Eitt af því sem hann tók sér fyrir hendur var að koma á fót matreiðslunámskeiði fyrir ungar stúlkur í Caroline Rest, gistihúsi því sem hann hafði látið byggja fyrir hesta og reiðmenn sem til bæjarins komu. (Sjá Steindór Steindórsson: Akureyri: Höfuðborg hins bjarta norðurs. 1993).

105 afhendingar, m.a. frá Leikfélagi Akureyrar

Á árinu 2013 fékk safnið 105 sinnum afhent skjöl. Skjölin voru af ýmsum toga og uppruna, þau voru fá eða fjölmörg og þau voru frá einstaklingum, félögum, fyrirækjum og opinberum aðilum. Opinberum aðilum ber skylda til að skila inn skjölum sínum og einnig þeim félögum sem njóta styrkja