Fréttir

Jólaskrá Jóns Rögnvaldssonar bónda á Leifsstöðum 1862-1882

Senn koma jólin og af því við Íslendingar eigum mikið undir veðrinu er ekki úr vegi að kíkja í veðurspárit. Jólaskrá Jóns Rögnvaldssonar bónda á Leifsstöðum í Kaupvangssveit 1865-1882 hefst á þessum orðum (að nokkur fært til nútímastafsetningar): Lítil búmannaregla eftir daglegri reynslu, saman skrifuð. Á jólanóttina taka menn vara hvursu að viðra muni árið um kring.  Ef hreint veður og klárt, kyrrt og regnlaust er á jólanóttina og á aðfangadagskvöldið þá halda menn verði friðsamt ár og svo þar á móti ef annað viðrar.

Norræni skjaladagurinn 12. nóvember

Norræni skjaladagurinn er árviss viðburður þar sem skjalasöfnin á Norðurlöndum veita aðgang að heimildum sem þau hafa í sínum fórum. Tekið er fyrir eitt viðfangsefni á ári og að þessu sinni ber það yfirskriftina „Til hnífs og skeiðar“.

Meðal fólksins er vettvangur minn - Sýning helguð Kristjáni frá Djúpalæk

Í nóvember mun Héraðsskjalasafnið minnast þess að 100 ár eru frá því að Kristján Einarssonar frá Djúpalæk fæddist.  Í anddyri Amtsbókasafns og Héraðsskjalasafns er sett upp sýningin „Meðal fólksins er vettvangur minn“ sem er tilvitnun í ljóð Kristjáns „Þetta land“.

Kvennafrídagurinn 24. okt.

Í dag er 41 ár frá því að konur fylktu liði og komu saman víða um land til að vekja athygli á ójafnri stöðu og launamun kynjanna.Samkvæmt nýjustu rannsóknum eru konur á Íslandi að meðaltali með 28,7% lægri tekjur en karlar og hafa samkvæmt því lokið vinnudegi sínum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur. Konur um land allt ætla því að ganga út af vinnustöðum kl. 14.38 í dag en þá er miðað við vinnutímann 9-17.

Afhending 2016/86

Fyrir skömmu komu hingað systur og afhentu skjöl ömmu sinnar, Önnu Maríu Ísleifsdóttur. Anna María er ágætt dæmi um einstakling sem þarf að hafa svolítið fyrir að finna í manntalsgögnum því þar er hún ýmist skrifuð Anna eða María og stundum undir báðum nöfnum. Anna María fæddist 1883 og þegar hún var á fjórða ári lést faðir hennar, þá bóndi á Hrappstöðum í Kræklingahlíð. Móðir hennar, Rósa Ólafsdóttir, bjó eitthvað áfram á Hrappstöðum en síðar hjá dóttur sinni á Hesjuvöllum. Nokkur af systkinum Önnu Maríu fluttist til Kanada og mamma hennar flutti þangað líka.

Innsigli rofið á 100 ára afmælisdegi Kristjáns frá Djúpalæk

Í dag var  smá samkoma á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.  Tilefnið var það að Kristján frá Djúpalæk hafði lagt inn á safnið innsiglaðan pakka árið 1979 og mælt svo fyrir að hann skyldi opnaður í dag, en í dag eru nákvæmlega 100 ár frá því að hann fæddist.

17. júní - myndir frá fyrri tíð

Í tilefni af þjóðhátíðardeginum birtast hér 3 myndir frá hátíðahöldum á Akureyri á árabilinu 1944 - ca 1975.

Sjómannadagurinn á Akureyri

Sjómannadagurinn er fyrsti sunnudagurinn í júní ár hvert og er hann hátíðisdagur allra sjómanna. Dagurinn var líklega fyrst haldinn hátíðlegur á Akureyri árið 1939, en fyrr tíðkaðist að halda sérstakar sjómannamessur í kirkjum. Árið 1987 var dagurinn lögskipaður frídagur sjómanna. Á Héraðsskjalasafninu eru til skjöl sem tengjast sjómannadeginum og má sjá hér dæmi um þau.

Upphaf götulýsingar á Akureyri

Fyrir skemmstu fengum við fyrirspurn um upphaf götulýsingar á Akureyri.  Saga götulýsingar á Akureyri hefur ekki verið skrifuð en í fundargerðum bæjarstjórnar má sjá að farið var að huga að götulýsingu árið 1891.

Ferðafélag Akureyrar 80 ára

Ferðafélag Akureyrar var stofnað 8. apríl 1936 og er því 80 ára. Félagið fagnar þessum tímamótum m.a. með sýningu með munum, skjölum og myndum í anddyri Brekkugötu 17 og í apríl verða haldnir fyrirlestrar um einstaka þætti í sögu félagsins.  Nánar má lesa um það hér.