Fréttir

Jakob Tryggvason (1907-99), orgelleikari og tónlistarkennari

Jakob Tryggvason fæddist að Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal 31. janúar 1907. Hann hóf nám í orgelleik við fermingaraldur í heimabyggð en fór seinna til Reykjavíkur og sótti einkatíma og var í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Jakob var ráðinn orgelleikari við Akureyrarkirkju 1941 og sinnti því starfi til 1945 er hann fór til framhaldsnáms í London. Þar var Jakob við nám í The Royal Academy of Music til ársins 1948. Frá þeim tíma var hann organleikari við Akureyrarkirkju óslitið til ársins 1986. Jakob var kennari og skólastjóri Tónlistarskóla Akureyrar frá 1950-1974 og stjórnaði Lúðrasveit Akureyrar um tuttugu ára skeið. Hann stjórnaði Lúðrasveit Barnaskóla Akureyrar um árabil og kenndi tónmennt við Oddeyrarskóla.