Fréttir

Sólmánuður og lækningajurtir

Samkvæmt gömlu íslensku tímatali hófst sólmánuður á mánudagi í 9. viku sumars, eða á tímabilinu 18. til 24. júní.  Jónsmessuna ber því upp á fyrsta dag sólmánaðar þetta árið. Björn Halldórsson í Sauðlauksdal sagði m.a. um sólmánuð í riti sínu Atli, sem út kom í Hrappsey árið 1780, að fyrst í sólmánuði færu menn á grasafjall og söfnuðu jurtum sem ætlaðar væru til lækninga.

Kvennasöguganga um Oddeyrina 19. júní

Í tilefni kvenréttindadagsins þann 19. júní verður boðið upp á fyrstu kvennasögugönguna um Oddeyrina. Saga kvenna á eyrinni er mörgum hulin og því gefst hér kjörið tækifæri til að fá innsýn í líf og störf þeirra en konur á eyrinni sáu t.d. um ýmiskonar rekstur um aldarmótin 1900 og fram á miðja 20. öld. Örn Ingi Gíslason mun leiða gönguna og varpa ljósi á líf kvenna og ýmsar uppákomur, hefðir og venjur sem ríktu á eyrinni.

Alþjóðlegi skjaladagurinn 9. júní

Sunnudaginn 9. júní er Alþjóðlegi skjaladagurinn (International Archives Day) haldinn hátíðlegur í sjötta sinn. Skjalasöfn um allan heim taka þátt með einum eða öðrum hætti og af þessu tilefni verður í dag, föstudaginn 6. júní kl. 14-16, opið hús í eftirtöldum héraðsskjalasöfnum: