Alþjóðlegi skjaladagurinn 9. júní

Sunnudaginn 9. júní er Alþjóðlegi skjaladagurinn (International Archives Day) haldinn hátíðlegur í sjötta sinn. Skjalasöfn um allan heim taka þátt með einum eða öðrum hætti og af þessu tilefni verður í dag, föstudaginn 6. júní kl. 14-16, opið hús í eftirtöldum héraðsskjalasöfnum:
Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Héraðskjalasafn Kópavogs
Héraðskjalasafn  Árnesinga, Selfossi
Héraðsskjalasafnið á Ísafirði
Héraðsskjalasafnið á Akureyri
Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar 
Héraðsskjalasafn Akraneskaupstaðar
Héraðsskjalasafn Vestmanneyja
Héraðsskjalasafn Austur-Skaftafellssýslu, Hornafirði
Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík
Héraðsskjalasafn Svarfdæla, Dalvík
Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar, Borgarnesi       

Á Alþjóðlega skjaladeginum er vakin athygli á mikilvægi starfs skjalasafna og mikilvægi þess að skjöl varðveitist með tryggilegum hætti. Á vef alþjóða skjalaráðsins ICA er hægt að skoða dagskrá safna annarra landa.

Félag héraðsskjalavarða á Íslandi er í dag með nánari fréttir um alþjóðlega skjaladaginn og héraðsskjalasöfnin á vefsíðu sinni: http://www.heradsskjalasafn.is/