Fréttir

Breyttur opnunartími frá áramótum

Frá og með næstu áramótum breytist opnunartími safnsins þannig að lokað verður á miðvikudögum. Safnið verður þá opið mánudaga, þriðjudag, fimmtudaga og föstudaga 10.00 til 16.00. Þessi breyting er gerð í því skyni að betra svigrúm gefist til þess að heimsækja stofnanir og fyrirtæki og aðstoða við skjalastjórnun og rétt vinnubrögð á því sviði.

Lokað eftir 14.00 í dag og fyrir hádegi á morgun

Vegna veðurs verður Héraðsskjalasafnið lokað frá kl. 14.00 í dag og fyrir hádegi á morgun. Safnið verður opnað að nýju kl. 13.00 á morgun, miðvikudaginn 11. desember, eða eftir því sem veður leyfir. Hægt er að senda fyrirspurnir á herak@herak.is og verður þeim svarað við fyrsta hentugleika.

,,Út í Eyjum" - Norðurpóll

Árið 1907 fékk Kristján Markússon (1872-1932) trésmiður leigða lóð undir hús sem hann hafði þegar byggt við Gránufélagsgötu. Húsið var í miðju síkjalandinu á Oddeyri og sagt var að það stæði ,,út í Eyjum“, umkringt votlendi og smátjörnum. Húsið fékk síðar húsnúmerið Gránufélagsgata 57a.

Glerárgarðurinn - varnir gegn ágangi Glerár

Þann 12. janúar 1917 birtist grein í Íslendingi sem hefst á þessum orðum: Það hefir oft verið um það rætt, að Akureyarbæ standi talsverð hætta af Gleránni, einsog um hana er búið nú, og oftar en einu sinni hefir það komið fyrir, að annaðhvort Glerárin sjálf eða tóvélalækurinn hafi bólgnað svo upp í hríðum, að þau hafi hlaupið úr farveg sínum og flætt suður að húsunum á Oddeyri og gert þar allskonar óskunda, svo sem runnið inn í kjallara o.s.frv.

Sorphaugarnir við Gránufélagsgötu

Mannvist hófst á Oddeyri 1858 og skömmu síðar eða 1866 var Oddeyrin lögð til Akureyrarkaupstaðar. Gránufélagið eignaðist Oddeyrina 1871 og verslunarhús þess reis skömmu síðar. Upp frá því fór húsum að fjölga á Eyrinni og önnur starfsemi að dafna. Þó svo að einhver hús risu Eyrinni og götur eins og Strandgata, Lundargata, Norðurgata og Gránufélagsgata yrðu til þá var mestur hluti Eyrinnar óbyggður áfram.

Haustfundur héraðsskjalavarða

Nú skal haldið á haustfund héraðsskjalavarða. Fundurinn er að þessu sinni haldinn í Borgarnesi en þar er einmitt eitt af 20 héraðsskjalasöfnum í landinu. Fundurinn stendur í tvo daga, fimmtudaginn 10. og föstudaginn 11. október og af þeim sökum verður safnið lokað báða þessa daga. Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið herak@herak.is og verður þeim svarað eins fljótt og auðið er. Safnið verður svo opnað á hefðbundum tíma kl. 10.00 mánudaginn 14. október.

Héraðsskjalasafnið er opið

Það er opið á Héraðsskjalasafninu þó svo að Amtsbókasafnið sé lokað. Gestir vinsamlegast gangið inn um inngan á annari hæð að norðan og þaðan upp á þriðju hæð. Einnig er hægt að hringja í síma 460-1290 til þess að fá frekari leiðsögn.

Sumarleyfi

Vegna sumarleyfa verður safnið lokað frá 16. ágúst til 2. september. Ef þið eigið erindi við okkur má senda tölvupóst á herak@herak.is og verður erindinu svarað eftir því sem atvik leyfa.

Myndir frá afmælisfagnaði

50 ára afmæli 1. júlí

1. júlí 1969 veitti þjóðskjalavörður, Bjarni Vilhjálmsson, Héraðsskjalasafni Akureyrarkaupstaðar og Eyjafjarðarsýslu viðurkenningu sína, sem löglega stofnuðu héraðsskjalasafni samkvæmt ákvæðum laga frá 12. febrúar 1947 um héraðsskjalasöfn og reglugerðar um héraðsskjalasöfn frá 5. maí 1951.