Með hnetum og rúsínum

 Á útmánuðum 2019 verður uppi sýning hjá Héraðsskjalasafninu á Akureyri sýning sem fjallar um mat í skjölum. 

Hér er aðallega um að ræða skjöl eins og uppskriftabækur, uppskriftir á lausum blöðum, dagbókum yfir mat og matartilbúning, ljósmyndir af mjólkurflutningum og einnig prentaðar umbúðir fyrir matvæli.

Flest þessara skjala eiga uppruna sinn á svæði Héraðsskjalasafnsins á Akureyri. 
Þau koma frá einstaklingum og fyrirtækjum og eru frá tímabilinu 1891-2000.

Í þessum skjölum koma fram uppskriftir af margskonar góðgæti og má þar nefna uppskriftir að fuglahreiðri, vanilluís, rommsúpu, 
skinku með kálmeti, brúnuðu rúgbrauði, steiktum heilum fiski, þýskri ávaxtaköku, brúnköku, kjötsúpu og bitakjöti og hvernig eigi að slátra 
og hluta niður heilan grís.