Fréttir

Skjöl frá Slippstöðinni á Akureyri

Það er mikið um að vera í Héraðsskjalasafninu á Akureyri þessa dagana. Tólf vörubretti af skjölum komu þar í hús í gær og er nú unnið að því að koma skjölunum fyrir í hillum.

Norræni skjaladagurinn 14. nóvember

Norræni skjaladagurinn er árviss viðburður, þar sem skjalasöfn á öllum Norðurlöndum veita aðgang að ýmsum heimildum sem þau varðveita og fræðslu til þeirra sem vilja kynna sér betur starfsemi þeirra. Að þessu sinni fjalla öll skjalasöfnin á Norðurlöndum um sama viðfangsefnið sem ber yfirskriftina: Gränslöst, en ákveðið var að nota án takmarkana á Íslandi. Allt líf okkar er bundið einhvers konar takmörkum. Við fæðumst sem íbúar í ríki sem á sín takmörk. Sumir eiga land sem er bundið landamerkjum og aðrir eiga íbúð sem hefur sín lóðamörk. Þjóðflutningarnir sem við verðum vitni að nú á tímum eru gott dæmi um hvernig slík hugtök verða næsta marklaus þegar milljónir manna taka sig upp frá heimilum sínum og leita nýs lífs í nýju landi.

Sýningin - Vér heilsum glaðar framtíðinni - stendur nú yfir

Farandsýningin "Vér heilsum glaðar framtíðinni" var opnuð 2. nóvember í húsi Amtsbókasafns og Héraðsskjalasafns, en hún er hluti samnefndrar sýningar er opnuð var í Þjóðarbókhlöðu 16. maí síðastliðinn. 

Gagnmerkar heimildir afhentar Héraðsskjalasafninu

Nú í vikunni var safninu færð gjörðabók Hins eyfirska ábyrgðarfélags frá árunum 1867 til 1876. Í henni segir m.a. frá því að þrír undirbúningsfundir að stofnun félagsins voru haldnir frá 1. nóvember 1867 til 14. janúar 1868 en stofnfundurinn var haldinn 14. febrúar 1868.

Dóttir - mamma - amma ?

Dóttir - mamma - amma er þemað á Akureyrarvöku, árlegri bæjarhátíð í tilefni af afmælisdegi Akureyrarbæjar.  Því er upplagt að birta hér mynd af þremur konum sem ekki er vitað hverjar eru, en gætuð passað inn í ofangreint þema. Myndin er úr einkaskjalasafni Önnu Kristinsdóttur fyrrum húsfreyju í Fellsseli í Köldukinn.Ef einhver þekkir konurnar eru ábendingar vel þegnar í síma 460-1290 eða á netfangið herak@herak.is

Lokað vegna sumarleyfa 30.-31. júlí

Vegna sumarleyfa beggja starfsmanna Héraðsskjalasafnsins á Akureyri verður safnið lokað fimmtudaginn 30. júlí og föstudaginn 31. júlí.   Opnum aftur kl. 10:00 þriðjudaginn 4. ágúst að aflokinni verslunarmannahelgi.

Hafís á Pollinum sumarið 1915

Í einkaskjalasafni Lárusar Rist sem varðveitt er í Héraðsskjalasafninu á Akureyri er póstkort með mynd af Akureyri sem tekin er 12. júlí 2015.

Fyrstu konur í sveitarstjórnum í Eyjafirði

Siglufjörður Anna Lára Hertervig kaupkona, kjörin árið 1966 og sat í bæjarstjórn til 1970. Ólafsfjörður Birna Friðgeirsdóttir húsmóðir, kjörin 1978 og var í 12 ár eða til 1990. Fjallabyggð Fyrstu konur í bæjarstjórn Fjallabyggðar voru Bjarkey Gunnarsdóttir Ólafsfirði og Jónína Magnúsdóttir Siglufirði en þær áttu sæti í fyrstu bæjarstjórn hins nýstofnaða sveitarfélags árið 2006.  Jónína hafði áður verið í bæjarstjórn Siglufjarðar.  Jónína var í bæjarstjórn til 2010 en Bjarkey til 2013 er hún tók sæti á Alþingi.

100 ára kosningaréttur kvenna

Það hefur ekki farið framhjá neinum að konur og vinnuhjú eiga 100 ára kosningaréttarafmæli nú um þessar mundir.  En það hefur ekki farið eins hátt að 19. júní 1915 fengu konur og vinnuhjú kosningarétt og kjörgengi til Alþingis og árið 1915 voru konur búnar að fá kosningarétt og kjörgengi til sveitarstjórna.

Vilhelmína var ekki eina konan á kjörskrá 1863

Vilhelmína Lever höndlunarborgarinna á Akureyri var fyrsta konan sem kaus í opinberum kosningum á Íslandi þegar hún kaus við fyrstu bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri í mars 1863.  Til þess að mega kjósa þurftu kjósendur að vera heiðarlegir, vera fullmyndugir menn þ.e. standa á eigin fótum, vera 25 ára eða eldri, uppfylla viss skilyrði varðandi búsetu og greiða 18 fiska eða meira til bæjarsjóðs Akureyrar.  Vilhelmína uppfyllti öll þessi skilyrði en það gerði Kristbjörg Þórðardóttir húskona líka. Vilhelmína mætti á kjörstað en Kristbjörg ekki.