Lokað vegna sumarleyfa 30.-31. júlí

Vegna sumarleyfa beggja starfsmanna Héraðsskjalasafnsins á Akureyri verður safnið lokað fimmtudaginn 30. júlí og föstudaginn 31. júlí.   Opnum aftur kl. 10:00 þriðjudaginn 4. ágúst að aflokinni verslunarmannahelgi.

Bæjarhátíðin "Ein með öllu" er haldin á Akureyri um verslunarmannahelgina og eru bæjarbúar hvattir til að skreyta hús sín og bæinn með rauðum lit.

Af því tilefni eru sýnd rauð skjöl í sýningarskáp á 3. hæðinni í Brekkugötu 17 þó svo að rauður pappír sé alls ekki æskilegur fyrir skjöl sem eiga að varðveitast um aldur og ævi.