Fréttir

Reglugerðin um kaupstaðarréttindin

Reglugjörð um að gjöra verslunarstaðinn Akureyri að kaupstað, og um stjórn bæjarmálefna þar, var prentuð á íslensku og dönsku hjá J.H. Schultz í Kaupmannahöfn 1862. Hér á eftir eru sýnishorn úr reglugerðinni.

Sýningin, Fólkið í kaupstaðnum, opnuð í dag

Í dag, föstudaginn 24. ágúst  hefst sýning Héraðsskjalasafnsins á Akureyri, Fólkið í kaupstaðnum, en hún er sett upp í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar. Sýningin samanstendur af skjölum, myndum og ættfræðiupplýsingum og nú gefst tækifæri til að athuga hvort einhver af forfeðrum, formæðrum eða ættingjum er meðal þessara fyrstu kaupstaðarbúa, sem reyndar voru 290 manns. Skjalaverðir aðstoða við leit ættfræðiupplýsinga. Sóknarmannatal Hrafnagilssóknar 31.12.1862 er lagt til grundvallar í sýningunni, íbúum  á Akureyri eru gerð skil þannig að sérhver maður hvort sem hann er fullorðinn eða barn fær ættfræðilega umfjöllun þar sem tilgreindir eru foreldrar, makar og börn.

Fólkið í kaupstaðnum - Íbúar Arabíu -

Í manntali í Hrafnagilssókn 31.12. 1862 má sjá hverjir bjuggu á Akureyri þegar bærinn fékk kaupstaðarréttindin. Húsin eru númeruð og byrjað er að taka manntal í húsi númer 1 syðst í Fjörunni. Hver fjölskylda fær síðan bókstaf aftan við númerið til aðgreiningar. Sum húsin fengu nöfn og voru gjarnan kennd við eigendur, svo sem Salbjargarbær, Indriðahús, Arabía, Davíðsbær o.s.frv. Föstudaginn 24. ágúst verður opnuð sýning á Héraðsskjalasafninu, Brekkugötu 17 og ber hún nafnið Fólkið í kaupstaðnum.

Aftur til fortíðar, kaupstaðurinn Akureyri árið 1862 endurskapaður

Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar er í gangi verkefni sem snýr að því að endurskapa þéttbýlisstaðinn eins og hann leit út 29. ágúst 1862. Um er að ræða samvinnuverkefni Arnars Birgis Ólafssonar landslagsarkitekts og Brynjars Karls Óttarssonar sem heldur úti Grenndargralinu. Verkefnið er unnið í samvinnu við Akureyrarkaupstað en Minjasafnið á Akureyri og Héraðsskjalasafnið á Akureyri hafa aðstoðað við heimildaleit.

Vatnsveitunefnd semur við Vilhjálm á Hesjuvöllum

Haustið 1913 var bóndinn á Hesjuvöllum, Vilhjálmur Jónasson, kallaður á fund vatnsveitunefndar sem gerði honum tilboð. Hvað fyndist Vilhjálmi um að fá 325 krónur í eitt skipti fyrir öll fyrir vatnsréttindin í landi Hesjuvalla?