Fréttir

Norræni skjaladagurinn 14. nóvember

Norræni skjaladagurinn er árviss viðburður, þar sem skjalasöfn á öllum Norðurlöndum veita aðgang að ýmsum heimildum sem þau varðveita og fræðslu til þeirra sem vilja kynna sér betur starfsemi þeirra. Að þessu sinni fjalla öll skjalasöfnin á Norðurlöndum um sama viðfangsefnið sem ber yfirskriftina: Gränslöst, en ákveðið var að nota án takmarkana á Íslandi. Allt líf okkar er bundið einhvers konar takmörkum. Við fæðumst sem íbúar í ríki sem á sín takmörk. Sumir eiga land sem er bundið landamerkjum og aðrir eiga íbúð sem hefur sín lóðamörk. Þjóðflutningarnir sem við verðum vitni að nú á tímum eru gott dæmi um hvernig slík hugtök verða næsta marklaus þegar milljónir manna taka sig upp frá heimilum sínum og leita nýs lífs í nýju landi.

Sýningin - Vér heilsum glaðar framtíðinni - stendur nú yfir

Farandsýningin "Vér heilsum glaðar framtíðinni" var opnuð 2. nóvember í húsi Amtsbókasafns og Héraðsskjalasafns, en hún er hluti samnefndrar sýningar er opnuð var í Þjóðarbókhlöðu 16. maí síðastliðinn.