Fréttir

Frá sýningunni Bæjarbragur: í upphafi fullveldis

Sýningin Bæjarbragur: í upphafi fullveldis var opnuð laugardaginn 1. desember. Margir gestir mættu til okkar þrátt fyrir nokkra ófærð í bænum og snjókomu. Meðal góðra gesta voru félagsmenn í Handraðanum en það er áhugafólk um íslenska þjóðbúninginn. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri opnaði sýninguna en í opnunarræðunni bauð hún upp á ferðalag 100 ár aftur í tímann. Myndir frá opnunardeginum má sjá hér.

Bæjarbragur í upphafi fullveldis

Laugardaginn 1. desember kl. 14:00 verður opnuð sýningin Bæjarbragur: Í upphafi fullveldis. Um er að ræða samsýningu þriggja safna: Amtsbókasafns, Hérðasskjalasafns og Minjasafns. Á sýningunni verða til sýnis ljósmyndir frá Akureyri í upphafi fullveldis ásamt upplýsingum sem unnar eru upp úr skjölum og bókum frá sama tímabili.

Skjaladagur 2018

Opinber skjalasöfn á Norðurlöndum hafa lengi kynnt starfsemi sína með ýmsu móti. Árið 2001 sameinuðust þau um árlegan kynningardag, annan laugardag í nóvember. Að þessu sinni eru yfirskrift skjaladagsins ,,1918 – Litbrigði lífsins“ enda margs að minnast frá því ári og atburðir frá því ári hafa mótað djúp spor í þjóðarsálina.

Nýr starfsmaður

Nýlega hóf Kristín María Hreinsdóttir störf hjá okkur. Kristín María er kennari að mennt og með MA próf í safnafræði. Undanfarið hefur hún unnið sjálfstætt við fræðastörf og uppsetningu sýninga. Við bjóðum hana velkomna til starfa.

Af Kötlugosi 1918

Kötlugos hófst 12. október 1918. Í gosbyrjun voru miklar jarðhræringar og fundust jarðskjáftar víða um Suðurland, eldingar sáust langt að og drunur heyrðust greinilega. Fljótlega tók að gæta öskufalls og var vindstaðan þannig í fyrstu að askan dreifðist mest vestur á bóginn. Daginn eftir að gosið hófst var svo mikið öskufall í Rangárvallasýslu að þar var ljós látið loga allan daginn.

Nýr héraðsskjalavörður tekur við

Í dag urðu þau tímamót á Héraðsskjalasafninu á Akureyri að Aðalbjörg Sigmarsdóttir lét af störfum eftir 34 ára starf sem forstöðumaður safnsins en hún tók þar við lyklavöldum 1. októrber 1984. Aðalbjörg mun á næstu mánuðum sinna öðrum verkefnum fyrir safnið.

Senn kemur að Akureyrarvöku

Afmælishátíð bæjarins, Akureyrarvaka, verður haldin helgina 24.-25. ágúst nk. Af því tilefni drögum við hér fram 15 ára gamla dagskrá Akureyrarvökunnar, eða frá árinu 2003.

Jóhannes Örn Jónsson (1892-1960)

Hingað barst merkileg afhending fyrir skemmstu en það eru handrit Jóhannesar Arnar Jónssonar bónda og rithöfundar á Steðja. Jóhannes Örn var fæddur að Árnesi í Tungusveit og ólst þar upp. Hann naut almennrar barnafræðslu í uppvextinum en af sjálfsdáðum aflaði hann sér margs konar fróðleiks.

Úr afhendingu 2018/20

Nýlega fengum við afhendingu frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar (UMSE).  Í afhendingunni eru ýmis gagnleg og skemmtileg skjöl.  Þar á meðal eru auglýsingar um mannfagnaði og viðburði sem dreift var með ýmsum hætti.  Hér er eitt sýnishorn og ef smellt er á myndina má sjá fleiri.

Veðurlýsingar úr Grýtubakkahreppi í janúar 1918

Glefsur úr dagbók Baldvins Bessa Gunnarssonar (1854-1923) bónda, útgerðarmanns og kaupmanns í Höfða. Textinn er lítillega lagaður og færður til nútíma stafsetningar.