Nýr héraðsskjalavörður tekur við

Aðalbjörg hefur hér afhent Láru lyklavöldin á Héraðsskjalasafninu á Akureyri
Aðalbjörg hefur hér afhent Láru lyklavöldin á Héraðsskjalasafninu á Akureyri

Í dag urðu þau tímamót á Héraðsskjalasafninu á Akureyri að Aðalbjörg Sigmarsdóttir lét af störfum eftir 34 ára starf sem forstöðumaður safnsins en hún tók þar við lyklavöldum 1. októrber 1984. Aðalbjörg mun á næstu mánuðum sinna öðrum verkefnum fyrir safnið.

Eftirmaður Aðalbjargar í starfi héraðsskjalavarðar er Lára Ágústa Ólafsdóttir. Lára er sagnfræðingur og hefur unnið sem skjalavörður á safninu síðan í september 1998. Farsæl reynsla hennar í starfi, þekking á safninu og hlutverki þess mun verða veganesti hennar í nýju starfi.