Fréttir

Sorphaugarnir við Gránufélagsgötu

Mannvist hófst á Oddeyri 1858 og skömmu síðar eða 1866 var Oddeyrin lögð til Akureyrarkaupstaðar. Gránufélagið eignaðist Oddeyrina 1871 og verslunarhús þess reis skömmu síðar. Upp frá því fór húsum að fjölga á Eyrinni og önnur starfsemi að dafna. Þó svo að einhver hús risu Eyrinni og götur eins og Strandgata, Lundargata, Norðurgata og Gránufélagsgata yrðu til þá var mestur hluti Eyrinnar óbyggður áfram.

Haustfundur héraðsskjalavarða

Nú skal haldið á haustfund héraðsskjalavarða. Fundurinn er að þessu sinni haldinn í Borgarnesi en þar er einmitt eitt af 20 héraðsskjalasöfnum í landinu. Fundurinn stendur í tvo daga, fimmtudaginn 10. og föstudaginn 11. október og af þeim sökum verður safnið lokað báða þessa daga. Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið herak@herak.is og verður þeim svarað eins fljótt og auðið er. Safnið verður svo opnað á hefðbundum tíma kl. 10.00 mánudaginn 14. október.