Fréttir

Magnús Sigurðsson (1847-1925) bóndi og kaupmaður á Grund

Magnús Sigurðsson fæddist að Torfufelli í Eyjafirði í júlí 1847 eða fyrir rúmum 170 árum síðan. Hann  ólst upp í skjóli afa síns og ömmu í Öxnafelli. Þegar Magnús var 18 ára hóf hann smíðanám að Möðruvöllum í Eyjafirði en samhliða smíðanáminu smíðaði hann ýmsa nytjahluti og seldi nágrönnum.  Áður en Magnús lauk smíðanáminu var hann farinn að huga að sjómennsku og útgerð.  Hann réði sig í skipsrúm og lærði sjómannafræði og 1871 keypti hann helming í skútunni Akureyri og við tók sjómennska á eigin skipi. Magnús varð fljólega afhuga sjómennskunni en hugur hans stefndi að búskap. Magnús hóf búskap á stórbýlinu Grund vorið 1874, fyrst í stað á hálfri jörðinni en frá 1887 á henni allri.

Safnið verður lokað 5. og 6. október

Héraðsskjalasafnið á Akureyri verður lokað 5.-6. október vegna ráðstefnu Félags héraðsskjalavarða á Íslandi að Laugum í Sælingsdal.Ráðstefnuna sækja starfsmenn héraðsskjalasafna víðs vegar af landinu og þar verða fyrirlestrar og fræðsluerindi sem tengjast hlutverki og starfsemi safnanna.