Fréttir

Nýr vefur um einkaskjalasöfn

Að afloknum fundi Þjóðskjalasafns Íslands með héraðsskjalavörðum á Háskólatorgi í dag var haldið í Þjóðskjalasafn Íslands þar sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra opnaði formlega nýjan vef. Þessi vefur einkaskjalasafn.is hýsir upplýsingar um einkaskjalasöfn sem varðveitt eru í söfnum um land allt. Nú er um að gera að prófa vefinn og athuga hvort þið finnið þarna upplýsingar um hvort skjöl ættingja, vina, sögulegra persóna, verkakvenna, ráðherra, rafvirkja, húsmæðra eða hvers svo sem þið kjósið að leita að eru varðveitt á einhverju safni !

Brenndu þetta snifsi að lestri loknum