Fréttir

Kosningaréttur kvenna 99 ára - Kvennasöguganga um Oddeyrina

Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Árið 1882 höfðu konur fengið takmarkaðan kosningarétt til sveitarstjórnakosninga sem síðan var víkkaður út til jafns við karla árið 1908. Á Akureyri gerðist það þó að kona kaus til bæjarstjórnar árið 1863.

Skjalaverðir sækja málþing v/ Alþjóðlega skjaladagsins f.h. 11. júní

Alþjóðlegi skjaladagurinn var í gær, mánudaginn 9. júní. Á þessum degi er vakin athygli á mikilvægi starfs skjalasafna og mikilvægi þess að skjöl varðveitist með tryggilegum hætti. Af því tilefni heldur Félag héraðsskjalavarða málþing fyrir starfsfólk héraðsskjalasafnanna. Málþingið verður á morgun, miðvikudaginn 11. júní. Þess vegna verður Héraðsskjalasafnið á Akureyri lokað fyrir hádegi 11. júní, en verður opnað aftur kl. 13:30.