Fréttir

Vígsla Elliheimilis Akureyrar og kvenfélagið Framtíðin

Meðal dagskrárliða 100 ára hátíðarhaldanna var vígsla Elliheimilis Akureyrar.  Athöfnin var fyrsta atriðið á afmælisdaginn og hófst á vígsluræðu Magnús E. Guðjónssonar bæjarstjóra.  Að henni lokinni kvaddi Ingibjörg Haraldsdóttir formaður kvenfélagins Framtíðin sér hljóðs og sagði: Herra forseti Íslands, háttvirta samkoma Í dag er hátíð í hugum Akureyringa, bæði nærverandi og fjærstaddra, eldri og yngri, er við minnumst þess að 100 ár eru liðin síðan bærinn okkar fagri fékk kaupstaðarréttindi.

Lárus Rist og Sundfélagið Óðinn

Nýlega var lokið við að skrá einkaskjalasafn Lárusar Jóhannssonar Rist.  Hann fæddist árið 1879 að Seljadal í Kjós en fluttist norður í Eyjafjörð og ólst þar upp.  Eftir fimleika- og sundkennaranám í Danmörku settist Lárus að á Akureyri og fór að kenna við Gagnfræðaskólann.  Hann kom með nýja strauma í íþróttalíf Akureyringa og ekki hvað síst sundíþróttina. 

Átak um söfnun á skjölum íþróttafélaga

Í tilefni af 100 ára afmæli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands ætlar ÍSÍ og Héraðsskjalasöfn á Íslandi að hefja formlegt samstarf um skráningu og söfnun á íþróttatengdum skjölum. Átakið hefst í dag 18. apríl og þá eru einmitt 100 dagar fram að Ólympíuleikunum í London.

Bæjarlistamaður ráðinn árið 1954, hugmyndir ollu deilum

Árið 1954 var Jónas S. Jakobsson ráðinn sem sérstakur bæjarlistamaður, með það hlutverk að skreyta bæinn.  Um haustið skilaði Jónas nokkrum tillögum.  Á Ráðhústorg vildi hann setja gosbrunn eða styttu af Helga magra.  Upp af Torfunefsbryggju átti að gera hringmyndaðan hólma og setja á hann táknrænt listaverk fyrir skip og flughöfn.