Fréttir

Breyttur opnunartími frá áramótum

Frá og með næstu áramótum breytist opnunartími safnsins þannig að lokað verður á miðvikudögum. Safnið verður þá opið mánudaga, þriðjudag, fimmtudaga og föstudaga 10.00 til 16.00. Þessi breyting er gerð í því skyni að betra svigrúm gefist til þess að heimsækja stofnanir og fyrirtæki og aðstoða við skjalastjórnun og rétt vinnubrögð á því sviði.

Lokað eftir 14.00 í dag og fyrir hádegi á morgun

Vegna veðurs verður Héraðsskjalasafnið lokað frá kl. 14.00 í dag og fyrir hádegi á morgun. Safnið verður opnað að nýju kl. 13.00 á morgun, miðvikudaginn 11. desember, eða eftir því sem veður leyfir. Hægt er að senda fyrirspurnir á herak@herak.is og verður þeim svarað við fyrsta hentugleika.