Bleik skjöl í bleikum október

Sýningarkassi með bleikum skjölum
Sýningarkassi með bleikum skjölum
Héraðsskjalasafnið á Akureyri sýnir bleik skjöl í október til að minna á söfnunar- og árveknisátak Krabbameinsfélags Íslands gegn brjóstakrabbameini. Sýningarkassinn er í afgreiðslu Amtsbókasafnsins.
Ekki er æskilegt að nota litaðan pappír fyrir langtímavarðveislu skjala, en skjölin á sýningunni eru frá árunum 1906-1978.
Skjölin eru af ýmsum toga, svo sem:

Umskráningarspjald frá Bifreiðaeftirliti ríkisins; auglýsingar um leiksýningu, hláturskvöld og samsöng karlmannasöngfélags; bókhaldskort og tilkynning um lögtak frá Akureyrarbæ; bíómiðar frá Nýjabíói á Akureyri; reikningur frá Tómasi Steingrímssyni & Co; bréf frá Halldóru Bjarnadóttur til Ragnheiðar O. Björnsson; ársskýrsla rannsóknarstöðvarinnar Kötlu; jólakort úr eigu Ingunnar Kristjánsdóttur.