Fréttir

Lokað eftir hádegi 9. mars

8. mars 1866

Eftirfarandi skrifaði Sveinn Þórarinsson amtsskrifari í dagbók sína 8. mars 1866:   Logn og frostlaust veður blítt.  Nú er landfastur ís fyrir öllu norðurlandi og hefir sumstaðar orðið töluverður höfrungafengur. Finsen vitjaði mín og var ég aumur.  Austan póstur kom loksins.  BF Sigurbirni.   Þegar Sveinn Þórarinsson skrifaði þessar línur bjó hann á Akureyri, í því húsi sem seinna átti eftir að vera þekkt sem Nonnahús enda umræddur Sveinn faðir Nonna.  Finsen, sem Sveinn talar um, var Jón Finsen héraðslæknir í austurhéraði norðuramtsins.  BF stendur fyrir bréf frá.  

Lokað eftir hádegi 4. mars

Tónlistarskólinn á Akureyri 70 ára

Laugardagurinn 20. febrúar s.l. var dagur tónlistarskólanna.  Tónlistarskólinn á Akureyri hélt upp á daginn með stórtónleikum þar sem fram komu hljómsveitin 200.000 naglbítar og um 400 nemendur skólans. Flutt voru lög naglbítanna ásamt vel þekktum lögum, meðal annars í flutningi Helenu Eyjólfs en hún var leynigestur tónleikanna.

Lokað eftir hádegi 24. febrúar

Svíar salta síld í Hrísey

Árið 1915 tók Alex Quirist í Gautaborg lóð á leigu í Hrísey og byggði all stóra síldarsöltunarstöð.  Stöðin samanstóð af tveimur húsum og bryggjum.  Húsin settu mikinn svip á þorpið, sem myndast hafði upp af svonefndu Sandshorni.

Lokað eftir hádegi 19. febrúar

Af sérstökum ástæðum verður safnið lokað eftir hádegi föstudaginn 10. febrúar.  Opnað verður aftur kl. 10.00 mánudaginn 22. febrúar.

Lokað eftir hádegi 10. febrúar

Af sérstökum ástæðum verður safnið lokað eftir hádegi miðvikudaginn 10. febrúar.  Opnað verður aftur kl. 10.00 fimmtudaginn 11. febrúar.

Opið um jól og áramót

Þorláksmessa 23. des.  kl. 12.00 -16.00 mánudagur 28. des. kl. 12.00 -16.00þriðjudagur 29. des. kl. 12.00 -16.00miðvikudagur 30. des. kl. 12.00-16.00mánudagur 4. jan. kl. 10.00-18.00

Skjöl frá Slippstöðinni á Akureyri

Það er mikið um að vera í Héraðsskjalasafninu á Akureyri þessa dagana. Tólf vörubretti af skjölum komu þar í hús í gær og er nú unnið að því að koma skjölunum fyrir í hillum.