Fréttir

Tónlistarskólinn á Akureyri 70 ára

Laugardagurinn 20. febrúar s.l. var dagur tónlistarskólanna.  Tónlistarskólinn á Akureyri hélt upp á daginn með stórtónleikum þar sem fram komu hljómsveitin 200.000 naglbítar og um 400 nemendur skólans. Flutt voru lög naglbítanna ásamt vel þekktum lögum, meðal annars í flutningi Helenu Eyjólfs en hún var leynigestur tónleikanna.

Svíar salta síld í Hrísey

Árið 1915 tók Alex Quirist í Gautaborg lóð á leigu í Hrísey og byggði all stóra síldarsöltunarstöð.  Stöðin samanstóð af tveimur húsum og bryggjum.  Húsin settu mikinn svip á þorpið, sem myndast hafði upp af svonefndu Sandshorni.

Skjöl frá Slippstöðinni á Akureyri

Það er mikið um að vera í Héraðsskjalasafninu á Akureyri þessa dagana. Tólf vörubretti af skjölum komu þar í hús í gær og er nú unnið að því að koma skjölunum fyrir í hillum.

Norræni skjaladagurinn 14. nóvember

Norræni skjaladagurinn er árviss viðburður, þar sem skjalasöfn á öllum Norðurlöndum veita aðgang að ýmsum heimildum sem þau varðveita og fræðslu til þeirra sem vilja kynna sér betur starfsemi þeirra. Að þessu sinni fjalla öll skjalasöfnin á Norðurlöndum um sama viðfangsefnið sem ber yfirskriftina: Gränslöst, en ákveðið var að nota án takmarkana á Íslandi. Allt líf okkar er bundið einhvers konar takmörkum. Við fæðumst sem íbúar í ríki sem á sín takmörk. Sumir eiga land sem er bundið landamerkjum og aðrir eiga íbúð sem hefur sín lóðamörk. Þjóðflutningarnir sem við verðum vitni að nú á tímum eru gott dæmi um hvernig slík hugtök verða næsta marklaus þegar milljónir manna taka sig upp frá heimilum sínum og leita nýs lífs í nýju landi.

Sýningin - Vér heilsum glaðar framtíðinni - stendur nú yfir

Farandsýningin "Vér heilsum glaðar framtíðinni" var opnuð 2. nóvember í húsi Amtsbókasafns og Héraðsskjalasafns, en hún er hluti samnefndrar sýningar er opnuð var í Þjóðarbókhlöðu 16. maí síðastliðinn. 

Gagnmerkar heimildir afhentar Héraðsskjalasafninu

Nú í vikunni var safninu færð gjörðabók Hins eyfirska ábyrgðarfélags frá árunum 1867 til 1876. Í henni segir m.a. frá því að þrír undirbúningsfundir að stofnun félagsins voru haldnir frá 1. nóvember 1867 til 14. janúar 1868 en stofnfundurinn var haldinn 14. febrúar 1868.

Dóttir - mamma - amma ?

Dóttir - mamma - amma er þemað á Akureyrarvöku, árlegri bæjarhátíð í tilefni af afmælisdegi Akureyrarbæjar.  Því er upplagt að birta hér mynd af þremur konum sem ekki er vitað hverjar eru, en gætuð passað inn í ofangreint þema. Myndin er úr einkaskjalasafni Önnu Kristinsdóttur fyrrum húsfreyju í Fellsseli í Köldukinn.Ef einhver þekkir konurnar eru ábendingar vel þegnar í síma 460-1290 eða á netfangið herak@herak.is

Lokað vegna sumarleyfa 30.-31. júlí

Vegna sumarleyfa beggja starfsmanna Héraðsskjalasafnsins á Akureyri verður safnið lokað fimmtudaginn 30. júlí og föstudaginn 31. júlí.   Opnum aftur kl. 10:00 þriðjudaginn 4. ágúst að aflokinni verslunarmannahelgi.

Hafís á Pollinum sumarið 1915

Í einkaskjalasafni Lárusar Rist sem varðveitt er í Héraðsskjalasafninu á Akureyri er póstkort með mynd af Akureyri sem tekin er 12. júlí 2015.

Fyrstu konur í sveitarstjórnum í Eyjafirði

Siglufjörður Anna Lára Hertervig kaupkona, kjörin árið 1966 og sat í bæjarstjórn til 1970. Ólafsfjörður Birna Friðgeirsdóttir húsmóðir, kjörin 1978 og var í 12 ár eða til 1990. Fjallabyggð Fyrstu konur í bæjarstjórn Fjallabyggðar voru Bjarkey Gunnarsdóttir Ólafsfirði og Jónína Magnúsdóttir Siglufirði en þær áttu sæti í fyrstu bæjarstjórn hins nýstofnaða sveitarfélags árið 2006.  Jónína hafði áður verið í bæjarstjórn Siglufjarðar.  Jónína var í bæjarstjórn til 2010 en Bjarkey til 2013 er hún tók sæti á Alþingi.