Fréttir

Afgreiðslutími í vetur

Frá og með 16. september verður afgreiðslutími safnsins sem hér segir: Mánudagar kl. 10:00 - 18:00 Þriðjudagar kl. 10:00 - 16:00 Miðvikudagar kl. 10:00 - 16:00 Fimmtudagar kl. 10:00 - 18:00 Föstudagar kl. 10:00 - 16:00 Lokað laugardaga og sunnudaga.

Ferð um Ódáðahraun 3. - 12. ágúst 1940

Vegna jarðskjálftanna í og við Bárðarbungu grípum við niður í dagbók Ólafs Jónssonar úr ferð hans og Gunnbjörns Egilssonar um Ódáðahraun í ágúst 1940. 6. ágúst Við vöknuðum kl. 2 og er þá ennþá hálfrokkið.  Ferðbúnir erum við Kl 4. Veðrið er prýðilegt kyrt og bjart.  Þó er ofurlítill þokuslæðingur á Herðubreið, en Kverkfjöllin eru hrein, sömuleiðis Snæfellið. Við förum fyrst suður með vötnunum og síðan suður í hraunið, stefnum milli Lofts og Upptyppinga ... Smám saman verða hraunhólarnir strjálli en sandflesjurnar stækka og vikurinn eykst og þegar komið er suður á móts við Hlaupfell göngum við á óslitnum þykkum vikri.  Þá tökum við af okkur þungu gönguskóna en setjum upp létta skó ... og okkur skilar vel suður vikrana í áttina til Vaðöldunnar.

Kosningaréttur kvenna 99 ára - Kvennasöguganga um Oddeyrina

Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Árið 1882 höfðu konur fengið takmarkaðan kosningarétt til sveitarstjórnakosninga sem síðan var víkkaður út til jafns við karla árið 1908. Á Akureyri gerðist það þó að kona kaus til bæjarstjórnar árið 1863.

Skjalaverðir sækja málþing v/ Alþjóðlega skjaladagsins f.h. 11. júní

Alþjóðlegi skjaladagurinn var í gær, mánudaginn 9. júní. Á þessum degi er vakin athygli á mikilvægi starfs skjalasafna og mikilvægi þess að skjöl varðveitist með tryggilegum hætti. Af því tilefni heldur Félag héraðsskjalavarða málþing fyrir starfsfólk héraðsskjalasafnanna. Málþingið verður á morgun, miðvikudaginn 11. júní. Þess vegna verður Héraðsskjalasafnið á Akureyri lokað fyrir hádegi 11. júní, en verður opnað aftur kl. 13:30.

Ný lög um opinber skjalasöfn

Ný lög um opinber skjalasöfn voru samþykkt á Alþingi föstudaginn 16. maí 2014. Þau taka bæði til Þjóðskjalasafns Íslands og tuttugu héraðsskjalasafna um land allt. Lögin taka þegar gildi og um leið falla úr gildi lög nr. 66/1985, um Þjóðskjalasafn Íslands, með síðari breytingum. Sjá má heildartexta laganna á vef alþingis: http://www.althingi.is/altext/143/s/pdf/1260.pdf

Skjöl Vélstjórafélags Akureyrar afhent

Í gær, 20. maí, voru Héraðsskjalasafninu á Akureyri afhent merkileg skjöl, sem ekki hefðu mátt glatast.  Þar var um að ræða skjöl frá Vélstjórafélagi Akureyrar sem stofnað var 5. janúar 1919.

Afgreiðslutími í sumar

Á sumrin breytist afgreiðslutími safnsins örlítið, mánudagar og fimmtudagar sem eru með lengri tíma yfir veturinn verða nú jafnlangir öðrum virkum dögum vikunnar. Frá 16. maí til 15. sept er opið mán - fös kl. 10:00 - 16:00.

Ólafur Ásgeirsson fyrrverandi þjóðskjalavörður er látinn

Ólafur S. Ásgeirsson fyrrverandi þjóðskjalavörður lést sunnudaginn 11. maí 2014. Ólafur fæddist 20. nóvember 1947, sonur Ásgeirs Ólafssonar er var forstjóri Brunabótafélagsins og konu hans Dagmarar Gunnarsdóttur, elstur fjögurra systkina.

Gleðilegt sumar !

Megi þessi gamla og sumarlega mynd af Akureyri færa ykkur gleðilegt og gæfuríkt sumar! Myndin er fengin úr kortasafni Ingunnar G. Kristjánsdóttur, sem hún afhenti safninu árið 2008.

Samskrá um einkaskjalasöfn - um 765 skráningar frá Héraðsskjalasafninu á Akureyri

Nú er unnið að gerð samskrár yfir einkaskjöl í skjalasöfnum landsins. Nefnd skipuð fulltrúum frá Héraðsskjalasafninu á Akureyri, Héraðsskjalasafninu á Ísafirði, Þjóðskjalasafni Íslands og Landsbókasafni Íslands Háskólabókasafni hefur unnið að undirbúningi