08.08.2013
Enn er haldið áfram undir yfirskriftinni ,,Skjöl eru skemmtileg“. Í ágústmánuði eru það skjöl frá árinu
1943 sem eru til sýnis á 1. hæðinni en fyrir valinu urðu námsbækur Pálma Brynjólfssonar frá Teigi. Pálmi var fæddur
26. febrúar 1931 en lést 2. apríl 1945, fjórtán ára að aldri.
Teigur var í Hrafnagilshreppi en skólaárið 1943-44 var kennt á tveimur stöðum í hreppnum, í Hvammi fyrir börn í nyrðri hlutanum
og í Hólshúsum fyrir börnin sunnar. Sigurður Gunnar Jóhannesson, seinna bóndi í Litla-Hvammi og Hrafnagili, annaðist kennsluna og Jón
Kristjánsson frá Espigrund kenndi söng. Kennt var annan hvorn dag á hvorum stað en skólahald hófst 14. og 15. október og lauk 17. og 18.
apríl.
24.06.2013
Samkvæmt gömlu íslensku tímatali hófst sólmánuður á mánudagi í 9. viku sumars, eða á tímabilinu 18. til 24.
júní. Jónsmessuna ber því upp á fyrsta dag sólmánaðar þetta árið. Björn Halldórsson í
Sauðlauksdal sagði m.a. um sólmánuð í riti sínu Atli, sem út kom í Hrappsey árið 1780, að fyrst í
sólmánuði færu menn á grasafjall og söfnuðu jurtum sem ætlaðar væru til lækninga.
19.06.2013
Í tilefni kvenréttindadagsins þann 19. júní verður boðið upp á fyrstu kvennasögugönguna um Oddeyrina. Saga kvenna á eyrinni er
mörgum hulin og því gefst hér kjörið tækifæri til að fá innsýn í líf og störf þeirra en konur á eyrinni
sáu t.d. um ýmiskonar rekstur um aldarmótin 1900 og fram á miðja 20. öld. Örn Ingi Gíslason mun leiða gönguna og varpa ljósi á
líf kvenna og ýmsar uppákomur, hefðir og venjur sem ríktu á eyrinni.
07.06.2013
Sunnudaginn 9. júní er Alþjóðlegi skjaladagurinn (International Archives Day) haldinn hátíðlegur í sjötta sinn. Skjalasöfn um allan
heim taka þátt með einum eða öðrum hætti og af þessu tilefni verður í dag, föstudaginn 6. júní kl. 14-16, opið hús
í eftirtöldum héraðsskjalasöfnum:
18.04.2013
Á síðasta ári var því fagnað með ýmsum hætti að 150 ár voru liðin frá því að Akureyri fékk
kaupstaðarréttindi. Í sannkölluðu afmælisskapi ákváðum við að halda áfram en horfa til safnsvæðisins alls og draga fram
úr geymslum skjöl sem ættu afmæli þetta árið. Skjölin eru sýnd mánuð í senn, í sýningarkassa á 1.
hæðinni undir yfirskriftinni Skjöl eru skemmtileg. Í janúar voru það 140 ára skjöl eða frá árinu 1873, í
febrúar 130 ára skjöl, í mars 120 ára og nú í apríl eru það 110 ára skjöl. Meðal þess sem er í kassanum
núna eru lög frá rjómabúi Svarfdæla, sveitarblaðið Tilraun úr Öngulsstaðahreppi og blaðið Lundur sem var handskrifað
blað á Oddeyri.
25.03.2013
Í dag er heiður himinn og sólin skín, en sama dag fyrir 150 árum var veðrið ekki eins gott.
Sveinn Þórarinsson amtsskrifari á Möðruvöllum skráði 25. mars 1863 í dagbók sína eftirfarandi:
"Norðan drífa og leiðinlegt veður. Ég innfærði í KB umboðsins. Séra Þórður yfirheyrði hér börn. Ólafur
á Reistará kom um kvöldið með veðleyfi frá Jóni á Skriðulandi. Ólafur gisti hjá mér, var drukkinn".
08.03.2013
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars er ekki úr vegi að vekja athygli á skjölum kvenna í safninu.
Hér er því birtur listi yfir þau félög kvenna sem skilað hafa sínum skjölum til Héraðsskjalasafnsins á Akureyri. Nánari
upplýsingar um hvaða skjölum hvert félag hefur skilað má fá með því að fara í skjalaskrár hér til vinstri á
síðunni, því næst í einkaskjöl og þá í félög og blasir þá
við listi yfir þau skjöl sem lokið hefur verið við að ganga frá og skrá í safnið.
Auk þess má einnig finna í safninu skjöl frá einstaklingum og þar eiga nokkrar konur sín
einkaskjalasöfn, sem eru þó því miður mun færri en einkaskjalasöfn karla.
22.02.2013
Fyrir 50 árum eða árið 1963 bar 22. febrúar upp á föstudag og þannig er það einnig árið 2013! Þennan föstudag, 22.
febrúar 1963 var fréttatilkynning í Íslendingi um veitingasölu í Hlíðarfjalli.
Skíðaráð Akureyrar hóf þá helgina áður „veitingasölu um helgar í hinum glæsilega skíðaskála í
Hlíðarfjalli“. Skálinn var þó ekki alveg fullbúinn til hótelhalds þá, eins og hugmyndin var að nýta hann í
framtíðinni.
25.01.2013
Í tilefni bóndadags birtist hér kvæðið Þorrabragur. Höfundur þess er Benedikt Valdemarsson, en ekki er vitað hvar eða hvenær
það var flutt, líklega þó í Saurbæjar- eða Öngulsstaðahreppi. Kvæðið er í einkaskjalasafni Aðalgeirs
Ólafs Jónssonar, sem lengst af bjó í Hólum í Saurbæjarhreppi. Skrá yfir skjalasafn Ólafs sem varðveitt er á
Héraðsskjalasafninu má sjá hér.
Þorrabragur
Velkomnir hingað góðir gestir,
sem gátuð mætt hér og eru sestir.
Þið lagt hafið á ykkur langa göngu,
sem lokið gæti með puði ströngu.
08.01.2013
Við óskum félagsmönnum Knattpyrnufélags Akureyrar til hamingju með 85 ára afmælið, sem er í dag 8. janúar. Félagið
var stofnað í Hafnarstræti 23 en nánar má lesa um tilurð félagsins í stofnfundargerðinni.