Fréttir

Fólkið í kaupstaðnum - Íbúar Arabíu -

Í manntali í Hrafnagilssókn 31.12. 1862 má sjá hverjir bjuggu á Akureyri þegar bærinn fékk kaupstaðarréttindin. Húsin eru númeruð og byrjað er að taka manntal í húsi númer 1 syðst í Fjörunni. Hver fjölskylda fær síðan bókstaf aftan við númerið til aðgreiningar. Sum húsin fengu nöfn og voru gjarnan kennd við eigendur, svo sem Salbjargarbær, Indriðahús, Arabía, Davíðsbær o.s.frv. Föstudaginn 24. ágúst verður opnuð sýning á Héraðsskjalasafninu, Brekkugötu 17 og ber hún nafnið Fólkið í kaupstaðnum.

Aftur til fortíðar, kaupstaðurinn Akureyri árið 1862 endurskapaður

Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar er í gangi verkefni sem snýr að því að endurskapa þéttbýlisstaðinn eins og hann leit út 29. ágúst 1862. Um er að ræða samvinnuverkefni Arnars Birgis Ólafssonar landslagsarkitekts og Brynjars Karls Óttarssonar sem heldur úti Grenndargralinu. Verkefnið er unnið í samvinnu við Akureyrarkaupstað en Minjasafnið á Akureyri og Héraðsskjalasafnið á Akureyri hafa aðstoðað við heimildaleit.

Vatnsveitunefnd semur við Vilhjálm á Hesjuvöllum

Haustið 1913 var bóndinn á Hesjuvöllum, Vilhjálmur Jónasson, kallaður á fund vatnsveitunefndar sem gerði honum tilboð. Hvað fyndist Vilhjálmi um að fá 325 krónur í eitt skipti fyrir öll fyrir vatnsréttindin í landi Hesjuvalla?

Salbjörg Pálsdóttir og Salbjargarbær

Þegar Akureyri fékk kaupstaðarréttindin bjó Salbjörg Pálsdóttir í næst innsta húsinu í Fjörunni, ásamt Jóhanni syni sínum.  Húsið var við hana kennt (Salbjargarbær) og var stærra en húsin í kring en íbúarnir voru 12 árið 1862.  Salbjörg fæddist 3. nóvember 1802.  Foreldrar hennar, Páll Guðmundsson og Ingibjörg Hallgrímsdóttir, bjuggu þá á Þórustöðum í Öngulsstaðahreppi. Salbjörg var í vinnumennsku á Þverá Öngulsstaðahreppi árið 1835, hjá Guðrúnu systur sinni og manni hennar en 1840 var hún komin til Akureyrar, vinnukona hjá Þórunni Nikulásdóttur ekkju.

Ögn af Páli Þorbergi

Einn af þeim kaupmönnum sem var á Akureyri 1862 var Páll Th. Johnsen eða Páll Þorbergur Jakobsson eins og hann hét á íslensku. Páll fæddist 25. júlí 1833 í Grenjaðarstaðarsókn.  Hann var sonur Jakobs Johnsen verslunarstjóra á Húsavík og konu hans Hildar Jónsdóttur.  Hann var með foreldrum sínum á Grenjaðarstað á manntali 1835 en síðan bjó hann á Húsavík eða allt til 1856.  Árið eftir var hann kominn til Akureyrar og varð faktor við Gudmannsverslun.  Í september það ár giftist hann Nönnu Soffíu Júlíu, dóttur Eggerts Johnsen héraðslæknis og Önnu Maríu konu hans og 11. apríl 1859 eignuðust þau soninn Eggert. 

Fátækrameðöl af konungssjóði dugðu skammt - Gjöf Odds apothekara

Oddur Thorarensen lyfsali, sá elsti með því nafni, var einn af íbúum Akureyrar árið 1862. Hann var þá titlaður fyrrverandi lyfsali. Oddur var fæddur á Möðruvöllum, Arn. árið 1797 og andaðist á Akureyri 1880, 83 ára gamall. Í bréfi frá Stefáni Thorarensen sýslumanni til Ólafs Jónssonar, hreppstjóra Hrafnagilshrepps 28. júlí 1860 er tilkynnt um höfðinglega gjöf frá Oddi Thorarensen fyrrum apothekara og vitnað í bréf Odds á þessa leið:

Húsmæðraskóli Akureyrar

Húsmæðraskóli Akureyrar var settur í fyrsta sinn 13. október 1945.  Aðdragandann að stofnun skólans má rekja allt til ársins 1915 þegar félagskonur í Kvenfélginu Framtíðin hófu umræðuna en það var þó ekki fyrr en um og eftir 1940 sem verulegur skriður komst á málið.  Samþykkt bæjarstjórnar frá 1934 sýnir að bæjaryfirvöld vildu gjarnan að hér yrði húsmæðraskóli en það var ekki fyrr en eftir að Alþingi samþykkti lög um húsmæðrafræðslu í kaupstöðum árið 1941 sem boltinn fór af stað.  Húsmæðrafélag Akureyrar, stofnað árið 1942, vann líka ötullega að málinu s.s. með fjársöfnunum.

Síldveiðar á Pollinum

"Öllum skektum er hrundið á flot og um allan Poll getur að líta trékúta í röðum sem varna því að netin sökkvi. Upp við landið eru landnætur og háfað upp úr þeim dag og nótt

Breytingar á bæjarskrifstofum í Samkomuhúsinu

Þann 8. nóv. 1951 var í bæjarráði Akureyrar kosin nefnd til að athuga á hvern hátt megi spara í rekstri bæjarins. Þessi athugun var gerð að tilhlutan Félagsmálaráðuneytis á öllu landinu skv. bréfi Steingríms Steinþórssonar dags. 2. nóv. 1951. Sparnaðarnefndin lét m.a. gera teikningar af breytingum á bæjarskrifstofunum og einnig lagði hún til að athugað væri hvort lögreglan gæti tekið að sér að annast manntal fyrir bæinn og halda spjaldskrá um það.

Egg soðin í heitri laug í flæðarmálinu í Hrísey

Hrísey á Eyjafirði er 11,5 km2 að flatarmáli, um 7 km á lengd og 2,5 km á breidd þar sem hún er breiðust og er hún önnur stærsta eyja á Íslandi. Þar hefur verið búið allt frá landnámi. Í Héraðsskjalasafninu á Akureyri eru til margvísleg skjöl frá Hrísey,