13.07.2012
Oddur Thorarensen lyfsali, sá elsti með því nafni, var einn af íbúum Akureyrar árið 1862. Hann var þá titlaður fyrrverandi lyfsali.
Oddur var fæddur á Möðruvöllum, Arn. árið 1797 og andaðist á Akureyri 1880, 83 ára gamall.
Í bréfi frá Stefáni Thorarensen sýslumanni til Ólafs Jónssonar, hreppstjóra Hrafnagilshrepps 28. júlí 1860 er tilkynnt um
höfðinglega gjöf frá Oddi Thorarensen fyrrum apothekara og vitnað í bréf Odds á þessa leið:
06.07.2012
Húsmæðraskóli Akureyrar var settur í fyrsta sinn 13. október 1945. Aðdragandann að stofnun skólans má rekja allt til ársins
1915 þegar félagskonur í Kvenfélginu Framtíðin hófu umræðuna en það var þó ekki fyrr en um og eftir 1940 sem verulegur
skriður komst á málið. Samþykkt bæjarstjórnar frá 1934 sýnir að bæjaryfirvöld vildu gjarnan að hér yrði
húsmæðraskóli en það var ekki fyrr en eftir að Alþingi samþykkti lög um húsmæðrafræðslu í kaupstöðum
árið 1941 sem boltinn fór af stað. Húsmæðrafélag Akureyrar, stofnað árið 1942, vann líka ötullega að málinu
s.s. með fjársöfnunum.
29.06.2012
"Öllum skektum er hrundið á flot og um allan Poll getur að líta trékúta í röðum sem varna því að netin sökkvi. Upp
við landið eru landnætur og háfað upp úr þeim dag og nótt
22.06.2012
Þann 8. nóv. 1951 var í bæjarráði Akureyrar kosin nefnd til að athuga á hvern hátt megi spara í rekstri bæjarins. Þessi
athugun var gerð að tilhlutan Félagsmálaráðuneytis á öllu landinu skv. bréfi Steingríms Steinþórssonar dags. 2. nóv.
1951. Sparnaðarnefndin lét m.a. gera teikningar af breytingum á bæjarskrifstofunum og einnig lagði hún til að athugað væri hvort lögreglan
gæti tekið að sér að annast manntal fyrir bæinn og halda spjaldskrá um það.
15.06.2012
Hrísey á Eyjafirði er 11,5 km2 að flatarmáli, um 7 km á lengd og 2,5 km á breidd þar sem hún er breiðust og er hún
önnur stærsta eyja á Íslandi. Þar hefur verið búið allt frá landnámi.
Í Héraðsskjalasafninu á Akureyri eru til margvísleg skjöl frá Hrísey,
08.06.2012
Haustið 1882 var í fyrsta skipti hafin barnakennsla á vegum bæjarins á Oddeyri. Barnaskóli Akureyrar hafði þá verið starfræktur
frá haustinu 1871, en vegna óánægjuradda Oddeyrarbúa var nú svolitlum fjármunum varið til barnakennslu á Oddeyri.
Skólinn var þó stopull fyrstu árin, kennaraskipti voru tíð, stöðugt húsnæðishrak og húsnæðið oft ískalt og
óboðlegt,
07.06.2012
Laugardaginn 9. júní er Alþjóðlegi skjaladagurinn sem skjalasöfn um allan heim taka þátt í með einum eða öðrum hætti.
Á þessum degi er vakin athygli á mikilvægi starfs skjalasafna og mikilvægi þess að skjöl varðveitist með tryggilegum hætti.
01.06.2012
Það var í október 1929 sem hlutabréf féllu í verði í kauphöllinni í Wall Street í New York og um ári síðar
tók afleiðinganna að gæta á Akureyri. Atvinna dróst saman og viðskiptin gengu hægar. Stærri og stærri hluti tekna
bæjarsjóðs fór til fátækraframfærslu og árið 1935 fór liðlega fimmtungur teknanna í þennan málaflokk.
Neyðin fór vaxandi og ljóst var að bæjaryfirvöld yrðu að gera eitthvað í málinu. Samið var við
Hjálpræðisherinn um rekstur mötuneytis, sem tók til starfa í október 1935 í Laxamýri (Strandgötu 19b). Þangað gat fólk
komið og satt hungur sitt, ef það gat sannað fátækt sína. Líklega stóðu þessar matargjafir yfir í tvö ár.
25.05.2012
Á útmánuðum 1862 var hafist handa við að byggja kirkju á Akureyri, en áður höfðu Akureyringar átt kirkjusókn að
Hrafnagili. Kirkjusmiðurinn Jón Chr. Stephánsson segir að byrjað hafi verið að reisa kirkjuna þann 26. maí 1862 (þ.e. reisa sperrur) og var
hún reist þar sem nú er Minjasafnskirkjan.
18.05.2012
Árlega halda skjalasöfn á Norðurlöndum kynningardag, annan laugardag í nóvember. Unnið er út frá ákveðnu þema
hverju sinni en árið 2008 var þemað Gleymdir atburðir. Gleymdi atburðurinn hjá okkur hérna á
skjalasafninu var 100 ára afmæli Akureyrarkaustaðar 1962 og var sett upp sýning með skjölum, munum og myndum frá
afmælinu og varðveitt eru hér.
Mánudaginn 21. maí munum við setja þessa sýningu að hluta til upp aftur og mun hún standa í tvær vikur eða til og með 1.
júní.