Ráðstefnugestir heimsækja Héraðsskjalasafnið á Akureyri

Ráðstefnugestir framan við Héraðsskjalasafnið á Akureyri
Ráðstefnugestir framan við Héraðsskjalasafnið á Akureyri
Síðdegis í dag lauk ráðstefnu Félags héraðsskjalavarða með aðalfundi félagsins. Fræðsluerindin stóðu fyrst til hádegis en um hádegið hélt hópurinn í mat á Amts-Kaffi-Ilmur. Að snæðingi loknum var gengið um  húsnæði Héraðsskjalasafnsins á Akureyri og skjalaverðir leiddu hópinn um geymslur og ganga, skrifstofur vinnurými og lestrarsal. Þess má geta að geymslupláss safnsins mælist um 2,6 hillukílómetrar, en um það bil 1,6 hillukílómetrar eru þar af skjölum.